Leiklist í kennslu

60 LEIKLIST Í KENNSLU 10. Talað mál og raddbeiting Þessum kaf la er ætlað að minna á mikilvægi þess að byrja strax að þjálfa nemendur í að tjá sig fyrir framan aðra. Strax í 6 ára bekk er rétt að venja þá á að lesa upp eigin texta og f lytja frásagnir af því sem þeir hafa upplifað, þannig verður framsögn og tjáning eðlilegur þáttur í skóla- starfinu. Eftirleikurinn verður auðveldari ef nemendur venjast upplestri eigin verka frá upphafi skólagöngu. Vel hefur reynst að taka törn einu sinni eða tvisvar á vetri til að þjálfa þessa þætti og er það sennilega áhrifa­ ríkasta leiðin eftir að nemendur komast upp á miðstig. Nemendur lesa eigin texta, valin ljóð og segja frá atvikum úr daglegu lífi. Kennari leið- beinir þeim á jákvæðan hátt sem þurfa á leiðsögn að halda. Tungubrjótaverkefni Nemendum f innst skemmtilegt að fara í svokölluð tungubrjótaverkefni þar sem sömu samhljóðarnir koma fyrir aftur og aftur. Þessar æf ingar eru hollar og þjálfa nemendur í einbeitingu. Frægust slíkra verkefna eru líklega: • Alla og Olla, Ella og Alli öll voru þau á þessu bölvaða skralli. • Óli á Hóli á róli á hjóli frá Bóli. • Hann Maximilan Mikjálsson er mikill maður og mörgum er hann velviljaður en mest um vert er þó um mátt og auðinn hans og mikil- lætisskort og mikla sál hans. • Frank Zappa í svampfrakka – í svampfrakka er Frank Zappa. • Petrína prjóna pantaði pakka af pulsum frá Pétri og Páli. Ef Petrína prjóna pantaði pakka af pulsum frá Pétri og Páli, hvar er þá pulsu- pakkinn sem Petrína prjóna pantaði? Mikilvægt er að hreyfa munninn og vöðvana í kring þegar talað er. Til þess að losa um þessa vöðva eru til ótal æf ingar. Börnum f innst skemmt- ilegt að puðra og frussa saman eða setja til skiptis stút á munninn og brosa út undir eyru. Oftast enda æf ingarnar með hlátri sem einnig er góð þjálfun fyrir vöðvana. Handhægt er að brjóta eldspýtur í tvennt og henda þeim hluta sem brennisteinn er á. Síðan fær hver nemandi eld- spýtubrotið og setur milli framtanna. Að því búnu æfa þeir sig á tungu- brjótaverkefni og þar sem þeir eru með eldspýtuna milli tannanna hreyf- ast allir vöðvar í kringum munninn. Nokkur einföld atriði sem huga þarf að og nefna við nemendur þegar æfa skal framsögn:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=