Leiklist í kennslu

LEIKLIST Í KENNSLU 59 Ritun Þegar allir eru búnir að svara í hlutverki eiga þeir að skrifa eins konar æviágrip persónunnar. Kennari fær síðan þessi skrif. Hann skoðar ævi­ ágrip og einkenni hverrar persónu og reynir að átta sig á hverjir munu helst tengjast og kynnast og á milli hverra gætu skapast vandamál og ósætti. Spuni Allir sitja í hring. Persónurnar kynna sig og segja aðeins frá sjálfum sér. Kennari fær tvo til að standa upp. Hann segir þeim að það sé sunnu- dagsmorgun og þeir hittist í stigaganginum og taki tal saman. Það þurfa ekki að vera meira en tvær til þrjár setningar. Þetta má endurtaka með eins mörgum og treysta sér til. Þessir stuttu spunar móta tengsl og við- horf og línur fara að skýrast um hver þekkir hvern í blokkinni. Gott er að skrá niður áhugaverðar hugmyndir. Nemendum er skipt í hópa. Kennari hefur í huga persónueinkenni og annað áhugavert. Hver hópur kemur með hugmyndir að samskiptum í húsinu og útfærslu á einstökum atriðum. Hópurinn velur einhverja af þessum hugmyndum og æf ir stuttan þátt sem hann deilir með hinum. Ef vel tekst til útfærir hópurinn þáttinn nánar. Smám saman ákveður hver og einn hvar hann á heima í húsinu. Ferli Kennari safnar saman hugmyndum nemenda og skoðar hvernig mögu- legt er að tengja saman það efni sem komið er. Ágæt leið er að f inna vandamál sem tengist atburðarásinni og allur hópurinn verður að taka sameiginlega afstöðu til. Dæmi: Atriðið gerist í fjölbýlishúsi. Í húsinu býr maður sem ekki gengur um á þann veg sem húsreglur segja til um. Það getur verið nóg að hafa sögumann sem tengir saman atriðin. Annar valkostur er að hafa tvo sögumenn sem eru að segja hvor öðrum frá eða metast. Best er að koma hugmyndum jafnóðum inn á tölvu, þannig er hægt að þróa þær áfram. Sjálfsagt er að gera þá kröfu til nemenda að þeir komi sjálf ir með hugmyndir að atriðum sem kennari hjálpar við að útfæra. Rétt er að aðstoða nemendur sem hafa sig lítið í frammi en langar að gera meira. Ef kennara f innst að það vanti spennu getur hann komið með hugmyndir sem skapa ævintýralegan eða óraunverulegan blæ til að „lyfta“ sýningunni. Um æf ingar og annan undirbúning gildir það sama og áður hefur komið fram í kaf lanum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=