Leiklist í kennslu

58 LEIKLIST Í KENNSLU Hóparnir skrá helstu niðurstöður og skila hugmyndum til kennara. Hann sníður síðan ramma út frá hugmyndum nemenda og fjölda þátt- takenda. Gott er að setja á glæru hvernig þættirnir skiptast og fara í gegnum það með hópnum. Síðan deilir kennari atriðum aftur niður á hópana. Í f lestum tilvikum fær hópurinn sömu atriði til baka og nýjar leiðbeiningar. Önnur fyrirmæli : Komið með hugmyndir um hvernig þið viljið hafa þessa þætti. Þið æfið þá og sýnið félögum ykkar. Reynið að sjá fyrir ykkur hvernig þið getið gert þáttinn spennandi. Þegar hóparnir eru tilbúnir koma þeir saman og sýna hinum það sem þeir voru að gera og deila hugmyndum. Kennari reynir að samræma hugmyndir nemenda og ákveður endanlega uppröðun á þáttum. Vand- amálið getur verið að of margar góðar hugmyndir komi fram en þá verður kennari að reyna að setja þær saman þannig að allir verði sáttir. Þriðju fyrirmæli : Skoðið söguna vel og semjið samtöl sem eiga að fara fram í ykkar hluta. Athugið að f leiri geta komið inn í þættina en þeir sem eru nefndir til sögunnar. Ef eitthvað vantar á samtölin getur kennari beðið einstaka nemendur að bæta við eða semja f leiri samtöl. Það fer eftir aldri og þroska nemenda hvort raunhæft er að láta þá skrá samtölin í heild. Næst er raðað í hlut- verk en þar verður kennari að taka endanlega ábyrgð ef nemendur eru ekki færir um það. Síðan er samlestur eða farið í gegnum alla þættina þannig að nemendur fái hugmynd um hvernig leikritið verður í heild. Leikþættir byggðir á persónusköpun Unglingar hafa gaman af að skapa persónur sem búa yf ir margvíslegum eiginleikum og byggja þá gjarnan á stöðluðum fyrirmyndum. Áhuga- vert getur verið að láta unglinga búa til 20–30 mínútna leikþætti um slíkar persónur. Ágætt er að vinna í tveggja tíma lotum. Það má reikna með 20 til 30 tímum til að koma verkinu saman. Persónusköpun. Aldur : 14–16 ára Allir sitja á stólum í hring. Kennari segir nemendum að þeir séu íbúar í sama stigagangi í f jölbýlishúsi. Þeir mega alveg ráða hverjir þeir eru en yf irleitt er erf iðast að skapa persónu á sama aldri og maður sjálfur. Eins er betra að vera ekki allt of ungur svo persónan geti tekið fullan þátt í því sem er að gerast í húsinu. Nemendur ákveða kyn, aldur, nafn og einhver persónuleg einkenni. Kennari spyr alla um fyrstu hugmyndir þeirra um hlutverkið. Reynslan sýnir að sumir nemendur hafa þegar ákveðið ýmislegt í fari persónunnar, aðrir aðeins kyn og aldur. Kennari getur með spurningum fengið nemendur til að ákveða f leiri atriði. Dýpkun á persónuleika Nemendum er skipt í litla hópa til að dýpka hugmyndir um eigin bak- grunn og persónuleika. Í þessum umræðum byrja oft að myndast tengsl á milli íbúa. Sjá nánar í 4. kaf la um dýpkun á hlutverki.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=