Leiklist í kennslu
LEIKLIST Í KENNSLU 57 efni úr. Viðtöl við unglinga úti í bæ geta gef ið hugmyndir að atriðum í slíka sýningu. Leikgerð eftir sögum Í sjötta kaf la er fjallað um mikilvægi sagna og ævintýra fyrir persónu- legan þroska og félagslega færni nemenda. Hér er byggt á því en unnið að því að virkja hugmyndir nemenda við að leikgera sögur og setja á svið fyrir áhorfendur. Einfaldast er fyrir kennara að skipta bekknum í þriggja til f imm manna hópa og gæta þess að í hverjum hópi séu tveir sem geta leitt hópinn. Hver hópur fær frásögn eða sögukaf la sem hann á að leikgera. Framkvæmdin fer að nokkru eftir því hvort leikgerð er ein saga sem skiptist í marga þætti eða hvort stuttar sögur eru leikgerðar og tengdar saman í lokin. Leikgerð A Aldur : 11–14 ára. Bekknum skipt í 5–6 manna hópa og hver hópur á að vinna með eina sögu eða frásögn, til dæmis þjóðsögu eða goðsögn. Fyrstu hugmyndir og spuni Hóparnir lesa söguna og velta fyrir sér möguleikum á uppfærslu. Kenn- ari bendir nemendum á að f inna fyrst lykilatriðin í sögunni, reyna síðan að sjá fyrir sér myndir út frá textanum og láta þær lifna við. Hópurinn byrjar síðan að sviðsetja litla þætti úr sögunni. Kennari aðstoðar eftir þörfum og sér til þess að allir hóparnir komist af stað. Deilt með öðrum Hóparnir koma saman og sýna það sem þeir eru að æfa og segja frá hugmyndum sínum. Þegar kennari og bekkjarfélagar hafa séð atriðin geta þeir komið með hugmyndir um frekari úrvinnslu. Kennari minnir á hreyf ingu, dans, náttúruhljóð og tónlist. Hóparnir geta notað hljóð- gjafa ef það á við. Kennari leitar eftir hugmyndum um að tengja þætt- ina saman í heild. Æfingar og frekari þróun Hóparnir halda áfram að þróa leikatriðin með eða án samráðs við kenn- ara. Eldri nemendur geta spunnið samtöl í kringum einhverja atburði. Síðan eru þættirnir æfðir með öllu tilheyrandi. Rætt er um búninga, sviðsmynd og annað sem þarf að framkvæma. Kennari, einn eða í sam- ráði við nemendur, f innur leið til að tengja þættina saman 22 . Nauðsyn legt er að hafa tvær til þrjár æf ingar (rennsli) áður en verkið er sýnt áhorfendum. Leikgerð B Aldur : 14–16 ára Hér er byggt á sögu. Hópnum er skipt í fjögra til sex manna hópa og hver hópur fær hluta af sögunni. Fyrstu fyrirmæli: Skiptið ykkar hluta sögunnar í litla þætti og skrifið niður hvaða fólk er í hverjum þætti. Þið megið g jarnan hafa f leira fólk í þáttunum en kemur fram í sögunni. 22 Anna Jeppesen. 1994. Mál og túlkun. Bls. 82–84.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=