Leiklist í kennslu

56 LEIKLIST Í KENNSLU Gögn : Tónlist, blöð og blýantar. Önnur gögn koma í ljós eftir því hvernig ferlið þróast. Leiðir : Hugarf lug með leiðsögn, ritun, hlutverkaleikir af ýmsu tagi og annað sem þróast í ferlinu. Kveikja Nemendur koma sér vel fyrir í notalegu umhverf i, helst einn og einn, með blýant og autt blað fyrir framan sig. Lágvær tónlist í bakgrunn. Kennari les: ,,Ég - um mig - frá mér - til mín.“ Kennari biður nemendur að hugsa um sjálfa sig, tilf inningar sínar, líðan og væntingar. Hann hækkar aðeins í tónlistinni þannig að nemendur eigi auðveldara með að einbeita sér. Þeir skrá niður öll orð sem koma upp í hugann í sambandi við ljóðið. Nemendur geta tjáð sig myndrænt ef það hjálpar. Eftir nokkra stund fá þeir annað blað sem er línustrikað og efst stendur Ég - um mig - frá mér - til mín . Þeir eiga nú að búa til ljóð út frá þessum orðum eða hughrifum og er ljóðinu gef ið nafn. Þeir sem eru f ljótir geta búið til annað ljóð, litla frásögn eða teiknað það sem þeim dettur í hug í tengslum við fyrirmælin. Ferli Kennari getur valið margar leiðir. Hann getur safnað ljóðunum saman og f lokkað þau sjálfur með tilliti til þess hvernig honum f innst best að fara með þau. Er ef til vill best að leikgera þau, semja við þau lag, f lytja ljóð með sérstökum áherslum eða leika þau með látbragði eða kyrr- myndum á meðan þau eru lesin? Hann getur skipt nemendum í 4–5 manna hópa, hver nemandi hefur sitt ljóð. Hópar lesa saman ljóðin og fá síðan fyrirmæli um túlkun. Nemendur geta valið hvernig þeir útfæra ljóðin eða, sem er áhrifaríkara, hópar draga um hvernig þeir eiga að vinna með þau. Dæmi um útfærslu: • Flytja ljóð – frjáls aðferð. • Setja ljóð upp sem leikþátt. • Lesa ljóð, eitt eða f leiri. Túlka með látbragði. Nota má hljóðfæri. • Hóplesa ljóð og hugsa um hvernig það getur verið sem áhrifamest í f lutningi. • Túlka ljóð með hreyf ingu. • Semja lag við ljóð og f lytja það. Það síðastnefnda getur verið flókið í framkvæmd nema að fá aðstoð við útsetningu. Hugmyndir Við undirbúning sýningar er unnið út frá grunnhugmyndum og öðrum síðan bætt við. Heppilegt er að nota öll ljóðin á einhvern hátt í sýning- unni. Dæmi: Ljóðin sem ekki næst að vinna frekar með má einfaldlega lesa upp í hópatriði á sviði. Hópurinn myndar fallega sviðsmynd og hver og einn stígur fram og les sitt ljóð áheyrilega. Einstaka kyrrmyndir sem tengjast texta ljóðanna geta verið áhrifamiklar. Einnig geta nemendur fundið önnur ljóð um sama efni eða greinar í fjölmiðlum sem nýta má

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=