Leiklist í kennslu

LEIKLIST Í KENNSLU 55 • Tímalengd. • Grunnatriði sem allir fara í gegnum. • Hvar eiga nemendur að leita eftir upplýsingum? • Leita nemendur eftir heimildum á safni eða taka þeir viðtöl úti í bæ? • Er möguleiki að tengja veggspjaldagerð inn í sýninguna? • Athuga hvort f inna má tónlist sem fellur að þessu verkefni. • Hvað þarf að útbúa fyrir sviðsmyndina? • Hvar á að sýna verkið og hverjir eru áhorfendur? • Eiga þetta að vera stórar hópsenur eða geta nemendur æft sjálfstætt lítil atriði sem síðan má tengja saman? • Er möguleiki á að listgreinakennarar taki þátt í verkefninu? Gott er að skipta verkinu í tvo hluta, fyrri hluta þar sem nemendur afla grunnþekkingar sem allur hópurinn fer í gegnum. Dæmi: Nemendur undirbúa spurningar og taka viðtöl, skoða sýningar eða lesa sér til. Síð- ari hluti er svo túlkun nemenda á efninu. Dæmi um viðfangsefni sem nemendur geta valið um Kennari hefur í huga að verkefnaval hæf i einnig nemendum sem lítinn áhuga hafa á að koma fram. Dæmi: • Semja þætti út frá myndum eða texta. • Velja og f inna tónlist út frá viðfangsefni. • Semja dans og hreyf ingar sem falla að verkefninu. • Athuga fatnað, greiðslu og annað sem kemur útliti við. • Útbúa veggspjöld eða annað sem gefur sýningunni sterkari bak- grunn. • Lesa greinar um efnið og skrifa útdrátt til að f lytja í dagskránni. Sýning Sýningin getur verið með ýmsu móti, oftast í formi leiklistar. Möguleiki að blanda saman tónlist, leiklist, myndrænni útfærslu og stuttum fyrir- lestrum. Listasmiðjur Listasmiðja er hér heiti á verkefnum sem tengja saman list- greinar og leiklist er í lykilhlutverki. 21 Dæmi: Ljóðagerð sem kveikja að listasmiðju Þetta ferli má fella að f lestum huglægum hugmyndum eins og reiði og ást, umhyggju og sinnuleysi, umburðarlyndi og væntingum. Markmið : Að nemendur verði meðvitaðri um eigin líðan, tilf inningar og væntingar. Aldur : 12–16 ára. Áherslur í námskrá : Lífsleikni og íslenska. Rými : Skólastofa og salur. 21 Anna Jeppesen. 1994. Mál og túlkun , 9. kaf li, umf jöllun um listasmiðjur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=