Leiklist í kennslu

54 LEIKLIST Í KENNSLU • Í lok þemaverkefnis útbúa nemendahópar stuttan leikspuna. • Þema þar sem aðferðir leiklistar hafa svipað vægi og aðrar aðferðir. • Þemaverkefni þar sem skilin fara eingöngu fram á sviði. Þegar ferli af þessu tagi eru skipulögð er mikilvægt að hafa samvinnu við aðra kennara eins og bókasafns- og listgreinakennara, einnig að meta ferlið í samræmi við áherslur og alltaf er rétt að meta sjálfa kynninguna eða sýninguna í samræmi við þá vinnu sem lögð er í hana. Stuttur leikspuni tengdur námsferli Þetta er einfaldasta formið á leikspuna í skólastarfi. Þegar nemenda- hópur er kominn vel á veg með þemaverkefni er honum ætlað að búa til leikþátt sem tengist viðfangsefninu. Þetta er gert til þess að leggja sérstaka áherslu á ákveðin atriði eða einfaldlega til þess að kynningin verði fjöl- breyttari og skemmtilegri fyrir áhorfendur. Flestir nemendahópar geta útbúið slík atriði án mikillar aðstoðar. Oftast hafa nemendur sjálfir nægar hugmyndir en kennari getur komið með hugmynd sem nemendur síðan þróa. Í slíkum þemaverkefnum er meginþungi á skrif lega og myndræna útfærslu þar sem nemendur útbúa gögn og skila til kennara. Þeir semja leikatriði um viðfangsefnið og sýna á sviði sem hluta af kynningu í lokin. Leiklist og aðrar aðferðir notaðar jöfnum höndum Samþætt þemaverkefni, þá eru leiklistaraðferðir notaðar jöfnum höndum við aðrar aðferðir. Leikin atriði hafa mikið vægi við skil á niðurstöðum. Þáttur tjáningar f léttast inn í verkefnin meðan á ferlinu stendur en er ekki aðeins sem viðbót í lokin. Markmið kennara er að leiklistin veki áhuga nemenda á verkefninu og að þeir fái aðra sýn á viðfangsefnið. Nemendur koma að verkefnum frá tveimur sjónarhornum. Annars vegar í hlutverki fólks sem lif ir sig inn í aðstæður og semur leikatriði út frá alls konar heimildum. Hins vegar í sporum sérfræðinga sem rannsaka og vinna úr heimildum og semja innlegg og fyrirlestra um viðfangsefnið. Sérfræðingarnir undirbúa fyrirlestur sem er f luttur á ráðstefnu í lokin ásamt leikatriðum. Þemaverkefni þar sem skil eru fólgin í sýningu Þessi framkvæmd líkist undirbúningi að leiksýningu. Nemendur þurfa að öðlast grunnþekkingu á efninu og dýpka síðan þekkingu sína á afmörkuðum þáttum að eigin vali. Við skipulagningu er gott að hafa í huga:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=