Leiklist í kennslu

LEIKLIST Í KENNSLU 53 samskipti innan hópanna séu í lagi og að allir séu virkir. Ef illa gengur er oft hægt að breyta eða aðlaga það sem einstaka nemanda er ætlað að gera, þannig að það falli að hans eigin hugmyndum. Ferlið er mik- ilvægasti þátturinn í verkefninu. Á þessu stigi eru allar hugmyndir og skoðanir ræddar en vinna þarf í sameiningu úr hugmyndum sem fram koma. Hlutverk kennara er fyrst og fremst að leiðbeina nemendum við að þróa þeirra eigin hugmyndir. Þegar leikatriði fara að mótast er gott að nemendur skrif i niður helstu atriðin, þannig festast þau frekar í huga þeirra. Sýning Sýning getur verið með ýmsu móti, formleg leiksýning fyrir gesti, dagskrá fyrir foreldra eða aðra nemendahópa. Best er að reyna að hafa sýningu eða kynningu ekki lengri en 25–45 mín. Þegar leikatriði eru sett á svið er rétt að venja nemendur strax á að byrja leikspuna í kyrrstöðu (kyrrmynd) og ljúka honum líka í kyrrstöðu, annars verður endirinn oft vandræða- legur. Ef sýnt er á sviði með ljósabúnaði er rétt að hafa í huga að nota for- tjald sem allra minnst. Betra er að stjórna skiptingum á milli atriða með því að hækka og lækka ljósin á sviðinu. Til athugunar : Kennari þarf að gæta þess að nota verk eða hugmyndir frá öllum. Minnislisti kennara áður en farið er á svið Kennari þarf að hafa ákveðin grunnatriði í huga þegar verkefni eru æfð fyrir svið. Lítum á nokkur einföld atriði sem rétt er að brýna reglulega fyrir nemendum, þó þau virðist vera sjálfsögð við fyrstu sýn: • Hafa algjöra þögn á bak við og truf la alls ekki það sem fer fram á sviði. • Ef nemendur eru óvanir þarf að minna þá á að því einfaldari sem leikurinn er því betra. • Gæta þarf þess að hreyf ingar séu einfaldar. • Minna þarf nemendur á að snúa fram þegar þeir tala og ljúka setn- ingum áður en þeir fara aftur af stað. • Gæta þess að tala ekki á meðan aðrir eru að segja sína setningar. • Mikilvægt er að nemendur hlusti á þá sem eru að tala. • Gera þeim skiljanlegt að þeir eru að leika fyrir áheyrendur sem hafa aldrei heyrt þetta áður. • Minna á að betra er að hafa búninga einfalda og að farði skiptir litlu máli. • Vera tilbúin á réttum tíma. Sýning sem hluti af námsferli Hugmyndin er að nýta það námsefni sem nemendur eru að fjalla um og búa til einhvers konar dagskrá eða sýningu sem í f lestum tilvikum er ætluð foreldrum og öðrum nemendahópum. Sýningin er þá oftast loka- þáttur í þemavinnu þar sem samþætt eru meðal annars samfélagsfræði, íslenska og leiklist. Leiklist getur tengst þemavinnu á þrjá vegu:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=