Leiklist í kennslu

LEIKLIST Í KENNSLU 51 engar að lokum. Kennari biður síðan nemendur að hafa leikinn í huga þegar þeir fara í leikferlið um einelti og ofbeldi á eftir. Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm (7 ára og eldri) Þriðja dæmið er leikurinn einn, tveir, þrír, fjórir, f imm (dimmalimm). Nemendur standa í röð í öðrum enda stofunnar. Einn nemandi er í hinum endanum og snýr baki í hópinn. Hann telur upp að f imm og snýr sér svo við og reynir að fanga einhverja nemendur á hreyf ingu. Á meðan hann telur reyna hinir nemendurnir að komast sem næst þessum eina og á endanum ná að klukka hann. Þeir sem hann sér hreyfa sig þurfa að snúa til baka og byrja upp á nýtt. Upplagt er að byrja á þessum leik þegar verið er að fjalla um námsefni sem tengist valdi og þrældómi t.d. námsefnið um Eirík rauða og þræla hans. Sá nemandi sem stjórnar með því að telja er í hlutverki Eiríks og hinir eru þrælar hans. Leikurinn snýst um það að sýna vald hjá þessum eina útvalda og undirgefni hjá hinum. Umræður að leik loknum gætu fjallað um valdbeitingu og undirgefni. Sá sem hefur lyklavöldin (7 ára og eldri) Fjórði leikurinn gengur út á að nemendur sitja í hring og kennari biður um sjálfboðaliða. Sá sest á stól í miðjum hringnum með bundið fyrir augun. Kennari setur lykil undir stólinn. Síðan kallar hann eftir hljóð- látum sjálfboðaliða sem treystir sér til að reyna að ná lyklinum. Ef sá sem situr á stólnum heyrir hinn nálgast má hann reyna að ná honum, þó sitjandi á stólnum. Ef sjálfboðaliðinn næst þá fer hann í sæti sitt og annar reynir. Leikurinn krefst þagnar, einbeitingar, hlustunar og sjálfs­ aga. Þennan leik er auðvelt að tengja við leikferli. Til dæmis væri hægt að skapa spennuaðstæður þar sem sá sem er að ná lyklinum er að reyna að f lýja úr fangelsi eða við gömlu ævintýrin þar sem prinsar og bænda­ synir þurftu að leysa þrautir til að ná ástum kóngsdóttur. Hákarlar og eyjar (5 ára og eldri) Þessi leikur hentar vel þegar fjallað er um öryggi og öryggisleysi og að deila saman rými. Kennari dreifir nokkrum dýnum á gólfið. Áður en leik- urinn hefst hafa hins vegar kennarar og nemendur í sameiningu ákveðið hve marga menn hver eyja getur borið. Kennari segir síðan nemendum að hver dýna sé eyja. Þegar leikurinn hefst svamla nemendur með lát- bragði í sjónum við eyjarnar. Þegar kennari æpir ,,hákarlar!“ synda nemendur í öryggið uppi á eyjunum. Þegar leikurinn æsist tekur kenn- ari í burtu nokkrar eyjar þannig að nemendur eiga í erf iðleikum með að f inna öryggi. Leikir geta kennt börnum um líf ið og tilveruna, að líf ið hefur í för með sér vonbrigði jafnt sem velgengni og að erf iðleikarnir eru til að sigrast á þeim. Þeir ef la samkennd og þjálfa nemendur í að vinna saman og treysta hver öðrum. Einnig kalla leikir á þolinmæði þátttakenda og sjálfs­ aga, því leikir eru ekki skemmtilegir ef svindlað er. Síðast en ekki síst læra börn að í leikjum jafnt sem líf inu sjálfu eru reglur sem þarf að fara eftir. 19 19 Gagnlegar hugmyndir um leiki: Ingvar Sigurgeirsson í samvinnu við nemendur KHÍ. Leikjavefurinn . Vefslóð www.leikjavefurinn.is

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=