Leiklist í kennslu
50 LEIKLIST Í KENNSLU 8. Námsleikir Leikir eru góð kennsluaðferð og geta hjálpað nemendum að þroska með sér hópkennd og samskiptahæfni og stuðlað að leikni í tali og hlustun. Margir kennarar yngri barna hafa uppgötvað kosti leikja við að örva persónulega og félagslega færni nemenda og nota þá óspart. Leikir tengjast leiklist á margan hátt. Líkt og leikferli eru leikir byggðir upp á reglum, þörf barnsins t i l að leika sér og þeir hafa oft táknræna merk- ingu. 18 Auðvelt er að tengja leiki við námsefnið hverju sinni. Ávaxtasalat (6 ára og eldri) Einfaldur leikur eins og ,,ávaxtasalatið“ getur verið táknrænn. Stólar eru settir í hring nema einn stóll sem settur er í miðjuna. Helmingur nemenda leikur epli en hinn helmingurinn perur. Einn nemandi situr á stólnum í miðjunni. Hann byrjar leikinn á að kalla upp epli, perur eða ávaxtasalat. Ef hann kallar epli þá skipta öll börn sem eru epli um sæti og öfugt ef hann kallar perur. Hins vegar ef hann kallar ávaxtasalat þá skipta allir um sæti. Markmið leiksins er að sá sem situr á stólnum í miðjunni nái sér í sæti í hringnum um leið og hinir nemendurnir skipta um sæti. Sá nemandi sem ekki nær stól sest á stólinn í miðjunni. Sá stóll er sérstaklega táknrænn. Hann stendur einn og sér og barnið sem situr á þessum stól er einangrað frá hinum nemendunum. En ef nemandi lendir í stólnum getur honum aftur á móti fundist að hann sé sá sem valdið hefur, hann stjórni framgangi leiksins. Það getur því verið einmanalegt að vera í stólnum en viðkomandi getur fundið til valds. Gagnlegt er að hafa umræður í lokin og benda nemendum á hve stóllinn getur verið táknrænn, ef þeir hafa ekki þegar uppgötvað það. Refir og kanínur (7 ára og eldri) Annað dæmi er leikurinn um ref ina og kanínuna. Ef fjalla á um einelti er þessi leikur kjörinn til þess að tengja nemendur við viðfangsefnið og fá þá til að setja sig í spor þolenda. Í upphaf i velur kennari tvo nemendur sem eiga að vera í hlutverki refs og kanínu. Hinir dreifa sér um svæðið, tveir og tveir saman og haldast í hendur. Leikurinn hefst á því að ref- urinn eltir kanínuna og ef hann nær henni er skipt um hlutverk. Kan- ínan getur hins vegar sloppið frá refnum með því að hverfa inn í kanínu holu. Tveir þátttakendur sem haldast í hendur mynda holuna þannig að pláss er fyrir þriðja þátttakandann í miðjunni. Kanínan á að fara út úr fylgsni sínu eins f ljótt og mögulegt er. Eftir smá stund er skipt um hlut- verk og leikurinn gerður erf iðari fyrir kanínuna því stundum lokast kan- ínuholurnar samkvæmt merki frá kennara. Kennari getur stöðvað leik- inn við og við og spurt kanínuna hvernig henni líði. Hvernig það sé að vera kanína. Síðan er bætt við f leiri refum sem allir elta sömu kanín- una þannig að alltaf verður erf iðara og erf iðara fyrir hana að komast undan. Kennari byggir upp spennu og er spennan nær hámarki, segir hann nemendum að þetta sé ekki lengur leikur og svona gerist hlutirnir í raunveruleikanum. Síðan rifjar hann upp með nemendum að svona líði ef laust fórnarlambi sem verður fyrir ofbeldi. Undankomuleiðir eru 18 Winston og Tandy. 2001. Beginning Drama 4–11. Bls. 2.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=