Leiklist í kennslu
LEIKLIST Í KENNSLU 49 Hann tekur upp lóð og sýnir hvernig hjartað pumpar. Í því ber að ,,ung- frú Rósu“ sem er komin í starfsmannaviðtal. Hún er rautt blóðkorn sem á að koma í stað blóðkorns sem þarfnast endurnýjunar. Þar sem ungfrú Rósa er ný á staðnum þarf að kynna hana fyrir lungum og lifur sem þá fá tækifæri til að segja henni frá starfsemi sinni. Þannig koma nemendur að upplýsingum um starfsemi líffæranna. Allt er þetta gert á gaman- saman hátt en passað vel upp á að þær upplýsingar sem nemendur vilja koma á framfæri komi skýrt fram. Rauðu og hvítu blóðkornin koma nú til sögunnar, í rauðum og hvítum búningum. Þau eru stöðugt að keppa innbyrðis um hvor f lokkurinn sé mikilvægari. Um leið og þau rífast koma upplýsingar um starfsemi blóðkorna. Þetta getur svo ekki endað nema á einn veg, óboðin ,,veira“ mætir á svæðið. Nú er hættuástand á ferð með tilheyrandi sírenuvæli. Allir reyna að losna við gestinn en að lokum ráða hvítu blóðkornin, sem sjá um varnir verksmiðjunnar, niðurlögum veirunnar. Til þess að gera langa sögu stutta þá fellur allt í ljúfa löð í verksmiðjunni að lokum og allir starfa saman í sátt og samlyndi. Sjá nánari útfærslu á vefsíðu undir heitinu Hringrás blóðs. Þó hér sé aðeins um eitt dæmi úr líffræðinni að ræða er mögulegt að setja upp litla sýningu í f lestum fögum. Í landafræði geta Norðurlöndin breyst í lifandi verur og komið upplýsingum á framfæri í gegnum leik. Í líffræðinni er kjörið að leika höfuðið eða mannsheilann með heila- hvelum og öllu tilheyrandi. Þegar heilahvelin eru leikin geta sum starfað öðruvísi og þá er hægt að koma að upplýsingum um lesblindu. Höfundar eru sannfærðir um að námsefni festist vel í minni þegar það er borið fram á skemmtilegan og lifandi hátt. Leikhús getur verið áhrifa- ríkt kennslutæki og ekki þarf stóra og mikla umgjörð til að koma náms- efninu til skila. Nemendur eru ótrúlega hugmyndaríkir þegar kemur að skapandi verkefnum og leysa þau vandamál sem upp koma með fjöl- breyttum hugmyndum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=