Leiklist í kennslu

48 LEIKLIST Í KENNSLU 7. Leikhús sem kennslutæki Leiklist getur verið áhrifaríkt tæki fyrir nemendur til þess að kenna öðrum um leið og þeir eru að læra sjálf ir. Með öðrum orðum tvöfalt kennslutæki. Nemendur spinna þá leikþátt upp úr námsefni og undirbúa leiksýningu með þátttöku og nám annarra nemenda í huga. Flestar námsgreinar innihalda efni sem hægt er að færa í leikbúning. Náttúrufræði gefur til dæmis ótal möguleika. Tökum sem dæmi hring- rás blóðsins, nemendur geta hæglega fært hana í leikbúning. Mark- miðið með uppsetningunni er að kenna öðrum nemendum um starfs- emi hjarta, lungna og nýrna, hlutverk blóðkorna og hringrás blóðs. Ef nemendur þarfnast hjálpar, t.d. við að útskýra blóðrásina eða segja frá hlutverki blóðkornanna, er auðvelt að biðja áhorfendur um hjálp. Nem- andinn sem beðinn er fer þá upp á sviðið og fer því sjálfkrafa inn í leik- þáttinn og tekur þátt í leikferlinu. Sjá kaf la um þátttökuleikhús. Hringrás blóðs Lítum á hvernig hægt er að setja hringrás blóðsins á svið. Nemendur hanna í samráði við kennara sinn einfalda leikmynd sem er verksmiðja og ber heitið ,,Líkaminn“. Tilvonandi áhorfendum (aðrir nemendur) er síðan boðið að koma og skoða þessa verksmiðju og kynnast starfseminni. Leikmyndin gæti hæglega verið þrír f lekar með bilum á milli sem hægt er að ganga í gegnum. Þessi bil eru nefnd ,,Bláæðagata“og ,,Slagæða- vegur“, götur í þessari stóru verksmiðju. Borðar sem tengja saman f lek- ana ofan við bilin á milli þeirra eru merktir með þessum götuheitum. Á gólf inu liggja margir rauðir kassar merktir á mismunandi hátt svo sem súrefni, úrgangsefni, vítamín eða koltvísýringur. Leikritið hefst á því að ,,æðarnar“ sem vinna í verksmiðjunni hlaupa með kassana í kapp við tímann alltaf sama hringinn eins og hringrás blóðsins segir til um. Þær fara upp til hjarta og lungna, þar skilja þær eftir kassa og taka síðan upp nýja, merkta nýju súrefni. Er þær yf irgefa lungun fara þær með koltvísýringskassa út. Þetta er auðvitað hið mesta púl og því gefast þær upp að lokum og taka sér hvíld. Í leiðinni er rætt um ,,herra Hjarta,“ harðstjórann sjálfan sem aldrei gefur frí, ekki einu sinni á aðfangadag. Þær velta fyrir sér hvort þær eigi ekki skilið kaup- hækkun eftir allt púlið, þegar hann birtist á sviðinu og rekur þær áfram með harðri hendi, tautandi um að verksmiðjan fari á hausinn ef blóðinu sé ekki dælt jafnt og þétt. Herra Hjarta kynnir sig nú fyrir áhorfendum sem forstjórann í þessari verksmiðju, hann dregur upp stóra mynd af hr ingrás blóðsins og sýnir áhor fendumhvernig blóðið rennur um l ík- amann. Um leið kemur hann að ýmsum öðrum upplýsingum um starf­ semi líffæra. Þarna getur hann fengið áhorfendur til aðstoðar með því að fá þá upp á svið til sín og gefa viðbótarupplýsingar um starfsemi verksmiðjunnar. Herra Hjarta heldur áfram að tala um verksmiðjuna og bendir á skrif- stofu sína sem er hjartað og segir áhorfendum að þar pumpi hann blóði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=