Leiklist í kennslu
LEIKLIST Í KENNSLU 47 Tákn fyrir hverja persónu Mikilvægt er að hver persóna sé afskaplega skýr, þannig að áhorfendur viti hver er hvað. Þá er oft gott að nota ákveðið tákn fyrir hverja pers- ónu. Þetta geta verið sérstakir útlitsþættir, sérstök svipbrigði, kækir, hláturrokur eða handasveif lur. Svo vitnað sé aftur í goðsöguna um stuld hamarsins þá er til dæmis hægt að einkenna Þór með miklum handa sveif lum, jötunninn með þeim kæk að vera sífellt að klóra sér, Freyju með sérstökum augngotum og Óðin með ró og festu í rödd sinni. Í sög- unni bregður Þór sér í gervi Freyju þar sem jötuninn vill einungis skila hamrinum ef hann fær Freyju sem brúði. Hér er auðvelt að nota hvíta slæðu til þess að breyta Þór í Freyju, þá þarf engin búningaskipti. Í lokin drepur Þór alla jötnana, slíkt er hægt að sýna með rauðu klæði sem er sveif lað til og frá um leið og sársaukahljóð eða reiðiöskur blandast saman við. Rödd leikarans getur þjónað sem tákn. Í einni kennslustofu eru oft nem- endur af mismunandi þjóðerni og þar hljóma mörg tungumál. Kjörið er að nýta sér þetta og bæta því við verkið. Í upphafi goðsögunnar um stuld hamarsins vaknar Þór af værum blundi, allt er gott og notalegt. Þá er til dæmis upplagt að hefja leikinn með því að syngja vögguvísu á erlendu tungumáli til þess að sýna þann ró og frið sem ríkir í Valhöll eða f lytja inngangstextann ljúfri, rólegri röddu frá framandi landi. Sama er hægt að gera í lokin þegar allt fellur í ljúfa löð í Valhöll. Þannig stuðlar leik ferlið að því að allir nemendur fái að njóta sín. 17 17 Gagnlegar bækur um söguleik: Story Drama. David Booth. 1994. Story Works. David Booth og Bob Barton. 2000. Beginning Drama 4–11. Joe Winston og Miles Tandy. 2001.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=