Leiklist í kennslu

46 LEIKLIST Í KENNSLU það gleði, ánægja, hryggð, sorg eða reiði? Í þessari sögu er það skap Þórs sem stjórnar öllu. Flestar persónurnar eru að reyna að ná hamrinum aftur til að stilla skap Þórs. Á sama tíma æðir Þór um öskrandi og hagar sér eins og spilltur, óþekkur krakki sem gefur sögunni gamansaman blæ. Nemendur geta hæglega leikið veggi og hneykslast eða emjað ámátlega er Þór lætur reiði sína bitna á þeim. Lykilatriði sögunnar Mikilvægt er fyrir kennarann að vera búinn að setja niður fyrir sér aðal- atriðin í verkinu. Velja svokölluð lykilatriði og vinna út frá þeim. Kenn- ari getur skráð hjá sér helstu hugmyndir nemenda. Hvar gerist þetta? Hvenær verða breytingar? Hver er þungamiðja verksins? Í fjölmörgum sögum gerast hlutirnir þrisvar. Fátæki bóndasonurinn þarf að leysa þrjár þrautir til að fá kóngsdótturina og bóndakonan nefnir nafnið Gilitrutt í þriðju tilraun. Talan þrír gengur eins og rauður þráður í gegnum fjölda sagna og nemendur eru f ljótir að koma auga á það og leggja áherslu á að koma því til skila. Sögumaður Sögumaður gegnir stóru hlutverki í því að seg ja eða leika söguna. Því þarf að vanda valið og skoða vel hvaða tækni hann beitir. Á hann að standa fyrir utan leikinn sem sögumaður í 3. persónu, vera sá sem segir hlutlaust frá, vera inni í leiknum og tala þá í 1. persónu eða jafnvel hluti af sögunni og hafa áhrif á hana sem margfaldur sögumaður? Sögu- maður getur einnig gegnt ákveðnu hlutverki í sögunni, t.d. verið sam- viska aðalpersónunnar eða haldið ákveðið með einni persónunni og viljað hag hennar sem mestan. Hann getur komið sínum skilaboðum að með orðum, svipbrigðum og öðru látbragði allt eftir því hvaða stíl hann notar eða velur í verkinu. Stundum geta verið f leiri en einn sögu- maður og oft eru nemendur sögumenn en fara síðan inn í hlutverk og jafnvel aftur í sögumannshlutverkið. Síðastnefnda tegundingetur verið erf ið í framkvæmd nema nemendur séu vel þjálfaðir og vanir að takast á við erf ið verkefni. Sögumaður þarf alltaf að hafa í huga hvaða skila- boðum höfundurinn vill koma á framfæri með sögunni en getur valið hvernig hann fer að því. Persónusköpun Persónurnar skipta miklu máli í hverri sögu. Eru þær gáfaðar, heiðar- legar, góðlegar, lúmskar eða ofstækisfullar? Hvað kemur þeim til að gera það sem þær gera? Hvernig er samband þeirra við aðrar persónur sög- unnar? Hverjir eru vinir og hverjir eru óvinir? Hvaða tilgangi þjónar persónan í sögunni? Að velta fyrir sér spurningum eins og þessum ætti að dýpka skilning nemenda á persónunum og hjálpa til við sköpun þeirra. Ýmislegt er einnig mögulegt að sýna með látbragði. Þar gegna hlutir veigamiklu hlutverki. Til dæmis getur verið langt á milli atburða í sögu. Dæmi : Ef sögumaður segir: ,,Tólf árum síðar“, þá er hægt að sýna það með því að láta tré eða blóm vaxa og breiða úr sér til að sýna hversu mikið það hefur vaxið á þessum tólf árum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=