Leiklist í kennslu

LEIKLIST Í KENNSLU 45 • Baldi eins og mamma hans hefði viljað að hans væri minnst. • Baldi eins og kennari hans í 2. bekk minnist hans. • Baldi eins og sögumaður minnist hans. • Baldi eins og félagar hans minnast hans. Kyrrmyndirnar eru settar upp eftir röð og sýndar hver á eftir annarri. Umræður. Kennari biður síðan um sex sjálfboðaliða og eiga þeir að vinna í pörum. Í hópi A eru blaðamenn sem eiga að fá greinargóða lýs- ingu á því sem gerst hefur en hópur B er hins vegar í hlutverki sem: Sögu­ maður, kennari Balda, Andrés eða móðir Rólands. Blaðamennirnir gefa síðan kennara skýrslu. Kennari og nemendur geta spurt spurninga til þess að fá sem bestar upplýsingar frá blaðamönnunum. Að lokum semur hvor hópur forsíðufyrirsögn sem ætlað er að fanga augu lesenda. Mark- mið verkefnisins er að nemendur fái tækifæri til að skyggnast inn í líf sögupersónanna og setja sig í þeirra spor. Söguleikur Söguleikur hentar á öllum skólastigum. Í söguleik hafa nemendur ótal möguleika. Þeir geta: • farið í hlutverk og leikið þær aðstæður er upp koma í sögu • sett persónur sögunnar í nýjar aðstæður • notað umhverf i, andrúmsloft og aðstæður sögu til þess að byggja upp leikræna spennu • túlkað sögu með hreyf ingu, látbragði eða brúðuleik. Söguleikur er leikin saga valin af kennara eða nemendum. Allir nem- endur taka þátt í að túlka söguna. Allt er leyfilegt í uppsetningu hennar, jafnvel dauðir hlutir geta fengið mál og dýrin talað. Sögumaður segir söguna og tengir myndir, tákn, persónur og annað saman með rödd og líkama. 16 Ungir nemendur vilja gjarnan að sögumaður segi frá jafnóðum og leikið er en það ber að forðast. Hafa skal í huga að óþarfi er að segja munnlega það sem sýnt er með öðrum hætti. Hverju þarf að koma til skila til áhorfenda Þegar búið er að velja sögu þurfa kennari og nemendur að velta fyrir sér hverju þeir hafa hug á að koma til skila. Hvert er höfundur að fara með verkinu? Hvað er það sem vekur sérstakan áhuga? Er þetta ævin­ týri með mörgum mismunandi persónum, spennandi atburðarás og viðunandi lengd? Gefur það marga möguleika á leiktúlkun? Á að sýna verkið og þá fyrir hverja? Ef verkið verður sýnt fyrir sérstakan aldurs- hóp þarf umgjörðin að vera í samræmi við aldur áhorfenda. Öll ofan- greind atriði þarf að hafa í huga áður en haf ist er handa. Sem dæmi um viðfangsefni má nefna sögur úr norrænni goðafræði. Til dæmis er sagan um það hvernig Þór náði hamrinum aftur frá jötnum gott kennsluefni. Í upphaf i þarf umræður með nemendum um boðskap sögunnar. Hverju vill höfundur koma til skila til lesenda? Hvaða valdabarátta er í gangi? Hver hefur völdin, Óðinn, Freyja, Þór eða jafnvel Loki? Eru jötnar ef til vill lagðir í einelti? Hvaða hugarástand er allsráðandi í sögunni? Er 16 Breneman og Breneman.1990. Once Upon A Time. Bls. 18.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=