Leiklist í kennslu
44 LEIKLIST Í KENNSLU Nemandi 1: Ef til vill koma þau frá öðrum hnöttum. Nemandi 2: Ég vildi gjarnan búa þarna, þá getur maður gert allt sem maður vill. Nemandi 3: Það væri gaman að koma til annarra hnatta, ætli allt sé blátt þar? Nemandi 4: Ætli öll dýr geti lifað þarna? Nemandi 1: Hver segir þeim að bursta tennurnar? Nemandi 2: Þau gera það bara sjálf. Ef til vill dóu pabbi þeirra og mamma eða þau villtust í þoku og komust á bláa hnöttinn. Nemandi 5: Kannski galdraði þau einhver. Nemandi 2: Mamman vill nú örugglega fá barnið sitt aftur. Nemandi 5: Já, mömmur vilja hafa börnin sín. Sögur endursagðar Nemendur hafa þörf fyrir að segja frá. Þegar nemendur endursegja sögu sem var lesin uppgötva þeir stöðugt nýja og nýja f leti á henni. Hver nemandi getur sagt hluta af sögunni og þannig verður hún sameiginleg frásögn og hver og einn fer með hana á sinn hátt. Margir skemmtilegir leikir tengjast endursögn. Dæmi: • Bekknum er skipt í þriggja manna hópa. Hver hópur fær bút af sögu til að endursegja. Hópurinn hefur frjálsar hendur með hvernig hann endursegir söguna. Eina reglan er að allir í hópnum þurfa að taka þátt í endursögninni. • Allir nemendur koma saman og eiga að segja söguna. Hópurinn sem fékk upphafstextann byrjar. Hinir hóparnir þurfa að f inna út hvar þeirra hluti sögunnar passar inn í. Hægt er að nota hlutverkaleiki til þess að koma til skila aðalatriðum sögu eins og nemendur gerðu er þeir lásu saman söguna Benjamín Dúfa eftir Friðrik Erlingsson. Baldi, ein af persónum sögunnar, deyr í lokin og hefur það mikil áhrif á nemendur og skapar umræður. Kennarinn skiptir nemendum í f jögra manna hópa og fær hver hópur blað og skrif- færi. Blaðinu skipta nemendur í dálka, í fyrsta dálkinn setja þeir allt sem þeir vita um Balda, í annan dálkinn það sem þeir álíta að þeir viti um hann og í þriðja dálkinn það sem veldur þeim hugarangri í sambandi við persónuna. Hóparnir lesa síðan upp hugleiðingar sínar. Markmið kennara er að allir fái greinargóðar upplýsingar til þess að vinna úr. Kennari biður nú nemendur að ímynda sér að þeir séu f jarskyldir ætt- ingjar Balda. Þeir fá að velja sér eina gjöf af eigum Balda eftir lát hans. Þeir segja hinum í hópnum frá gjöf inni sem þeir völdu (allt frá f jölskyld- umynd, hljóðfæri, veiðistöng, dagbók, vasaklút, að gæludýri) og hver og einn segir frá sínum hlut þannig að persónan Baldi verði skýrari fyrir nemendum. Kennari biður síðan nemendur sem enn eru í f jögra manna hópum að búa til kyrrmynd af eftirfarandi aðstæðum:
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=