Leiklist í kennslu
LEIKLIST Í KENNSLU 43 6. Sögur og frásagnir Ekkert er skemmtilegra en að njóta saman góðrar sögu. Góðar sögur hafa áhrif, hvort sem þær eru lesnar, leiknar eða hlustað á þær. Börn læra ótal margt á sögum. Þær innihalda til dæmis mismunandi orðaforða, oft orð sem barnið er ekki vant og þannig bætir það við þekkingu sína. Þær bjóða upp á mismunandi frásagnarstíl, ólík málsnið og og oft heillandi persónusköpun. Allir þessir þættir hafa áhrif á börn. Lestur á milli lína David Booth og Bob Barton, sem hafa um árabil starfað saman við að útbreiða boðskapinn um mikilvægi sagna í uppeldi barna, nefna átta hugmyndir um hvernig hægt er að nálgast sögu. 15 Þeir nefna umræður, endursögn, upplestur, eigin sagnaritun, lestur á sambærilegum sögum og söguleik sem helstu nálgunarefni. Hér verður fjallað um þær leiðir sem tengjast leiklist í kennslu. Umræður um sögu Best er að velja sögur sem kalla fram frásagnir úr eigin líf i nemenda, þannig tengjast þær daglegu líf i. Gott er að spjalla um boðskap sögu, rifja upp efni hennar og gera athugasemdir. Nemendur hafa oft áhuga á að segja frá eigin reynslu og er mikilvægt að gefa þeim tækifæri til að segja frá. Einnig er gott að velja sögur sem gefa ímyndunaraf linu lausan tauminn og að nemendur uppgötvi að saga getur haft mörg sjónarhorn. Eftirfarandi samtal átti sér stað er nemendur voru að lesa saman söguna af bláa hnettinum. Kennarinn hafði beðið nemendur að setja sig í spor barnanna þar. Hann spurði: ,,Hvernig ætli það sé að búa þar sem eru bara börn en engir fullorðnir? Af hverju eru þau ein og hvaðan koma þau?“ 15 Booth og Barton. 2000. Bls. 59-60.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=