Leiklist í kennslu

LEIKLIST Í KENNSLU 41 Stínu um hvað hún eigi að gera, hvort hún eigi að fara til lögreglunnar eða ekki. Stína veltir málinu fyrir sér frá ýmsum hliðum. Nemendurnir sem standa fyrir aftan stólinn túlka hins vegar hugsanir þeirra og til- f inningar, hluti sem þær þora ef til vill aldrei að segja. Dæmi um hugsanir Gunnu: Mundi ég vilja að enginn segði frá ef þetta kæmi fyrir mig? Ég er alveg bálskotin í Jóa, á ég ekki bara að þegja? Hvað skyldi Stína vera að hugsa? Ef til vill f innst henni þetta bara allt í lagi? Kannski er hún rasisti sjálf ? Dæmi um hugsanir Stínu: Hún verður örugglega barin í klessu á morgun þegar hún mætir í skólann. Af hverju segi ég það ekki við hana? Ég vildi að hún hefði aldrei sagt mér þetta. Skrifað í hlutverki Nemendur setja sig í spor Gunnu og skrifa í hlutverki eina síðu í dagbók hennar þennan dag. Kennari leggur samviskuspurningar fyrir Gunnu: Ætlar hún að kjafta frá því að Jói haf i verið þátttakandi í of beldinu eða ætlar hún ekki að gera það? Hvað f innst henni að hún eigi að gera? Hvað vill hún gera? Er mismunur þar á? Ef svo er, af hverju stafar sámismunur? Úrvinnslan gæti verið í formi upplestrar á verkefninu eða umræðna. Spuni Nemendum er aftur skipt í hópa eða sömu hóparnir vinna saman. Nem- endur eiga að semja stutta leikþætti sem sýna mynd af þeirri pressu sem Gunna verður fyrir er hún reynir að taka ákvörðun um hvort hún eigi að kæra til lögreglunnar. Hóparnir verða að hafa í huga hvar þeir eru staddir, hverjir taka þátt í spunanum og hvað gerist í þættinum. Allir þættirnir eiga að gerast eftir árásina, áður en Gunna tekur afstöðu. Kennari hefur möguleika á að koma í hlutverki inn í atburðarásina og breyta henni ef honum sýnist svo. Hann getur komið inn sem Gunna, nemandi í skólanum, læknir eða lögreglumaður, allt eftir því hvað við á hverju sinni. Hóparnir fá eftirfarandi verkefni: • Fjölskylda Gunnu situr við matarborðið. Móðir hennar styður þá hugmynd að hún fari til lögreglunnar. Hún hefur alltaf varað Gunnu við kynþáttahatri en yngri systir Gunnu hefur áhyggjur af því að ráðist verði á fjölskylduna enda haf i verið kastað steini með alls konar óhróðri inn um gluggann á stofunni í gær. Þarf að óttast um öryggi fjölskyldunnar? • Vinir Gunnu hittast. Þeir ræða árásina. Ein stúlkan er vinkona Gunnu og einnig systir Jóa. Sumir þekkja ofbeldisseggina. Hræðslan liggur í loftinu, við hvað eru þau hrædd? • Vinir Jóa eru saman komnir. Þeir hafa áhyggjur af öryggi Jóa. • Fjórði hópurinn er lögregluþjónar. Þeir eru að ræða mál Vans og velta fyrir sér hvort einhverjir unglingar viti um málið en þori ekki að segja frá. Kennari kemur síðan í hlutverki Gunnu. Ætlar hún að kæra Jóa eða ekki? Hver eru viðbrögð lögreglu? Undirbúningstími hópa á ekki að vera meiri en 10 mínútur. Kennarinn getur komið í hlutverki inn í hvern og einn þátt, þannig verður endirinn alltaf óvæntur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=