Leiklist í kennslu
40 LEIKLIST Í KENNSLU Gögn : Mynd af Guðrúnu, tússpennar, A–3 blöð. Leiðir : Umræður, spuni, frásögn, skrifað í hlutverki. Tími : 2–4 kennslustundir. Kveikja Í upphafi er nemendum skipt í fjögra manna hópa og fær hver hópur mynd af stúlku sem heitir Guð- rún og kölluð Gunna (sjá mynd hér að ofan). Kenn- ari spyr: ,,Hvað segir þessi mynd okkur, hvernig persóna haldið þið að þessi stúlka sé?“ Það er mikil vægt að gefa ráðrúm fyrir þetta atriði og leitast við að skapa umræður um hvernig okkur hættir til að dæma eftir útliti og af hverju við gerum það. Hóp- arnir fá nú A–3 blöð og tússpenna og eiga að skrifa niður allt sem þeim dettur í hug í sambandi við persónuleika, fjölskylduhagi, áhugamál og fram- tíðardrauma stúlkunnar. Fundur Kennari boðar til fundar um málefni stúlkunnar. Hann getur verið í hlutverki ef hann vill og mörg koma til greina svo sem lögreglumaður, áhyggjufullt foreldri eða kennari. Hóparnir skila niðurstöðum um hagi stúlkunnar og oft skapast gagnlegar umræður í kjölfarið, sérstaklega ef niðurstöður eru ólíkar. ,,Horfum við öðruvísi á stúlkuna eftir að hafa velt fyrir okkur persónuleika hennar?“ Eftir umræðurnar þakkar kenn- ari nemendum fyrir þennan fund og segir þeim að þessi persóna heiti Gunna og sé f immtán ára. Kennarinn bætir við að sig langi til að þeir fái gleggri upplýsingar um Gunnu og les síðan þessa litlu frétt: Frétt Guðrún Jónsdóttir, kölluð Gunna, er 15 ára. Hún býr í Grafarvoginum. Hún er á föstu með Jóa Sveins sem er 18 ára. Eitt kvöldið hringir Jói til Gunnu og segir: „Heyrðu, við börðum einn Asíustrák niðri í miðbæ í gærkvöldi, hann lærir vonandi af þessu að þetta land er fyrir Íslendinga.“ Í fréttum klukkan tíu heyrir Gunna að níu unglingar hafi ráðist á dreng frá Asíu sem býr hér á landi og barið hann svo illa að hann liggur meðvitundarlaus eftir. Pilturinn sem heitir Van liggur á g jörgæsludeild. Jói hringir aftur og segir Gunnu betur frá atvikinu og grobbar sig af því hve þetta hafi tekist vel og hve hann sé stoltur af því að hafa þorað að ráðast á Van. Í lok samtals- ins biður hann hana að þegja yfir því sem gerst hefur. Gunna fyllist reiði og viðbjóði á atburðinum og ráðgerir að fara til lögreglunnar. Mamma hennar ráðleggur henni það. Einnig kennarinn hennar sem segir í leiðinni að það geti leitt til vandræða fyrir hana í skólanum og hún verði að vera viðbúin því. Krakkarnir í nágrenninu vara hana við að kjafta frá og ráðleggja henni að þegja. Innri raddir Tveir og tveir nemendur vinna saman í pörum. Annar situr á stól en hinn stendur fyrir aftan stólinn. Hin pörin stilla sér eins upp. Þeir sem sitja eru Gunna og Stína vinkona hennar að tala saman en þeir sem standa fyrir aftan stólana túlka hugsanir þeirra. Gunna falast eftir ráðum frá Guðrún Jónsdóttir
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=