Leiklist í kennslu

LEIKLIST Í KENNSLU 39 hún geymi innihaldið til minningar um liðna tíð. Kennari fær síðan hugmyndir frá hópunum. Samviskugöng Hóparnir raða sér upp í tvær einfaldar raðir. Kennari í hlutverki föru- konunnar gengur hægt í gegnum göngin og fær að heyra hugsanir bæjar­ búa um leið hún gengur framhjá. Endurlit – spuni Nemendur í sömu hópum og áður fá að sjá glæru með innihaldi kerr­ unnar. Kennari spyr: Hvers vegna geymir hún þessa hluti? Veljið einn hlut sem ykkur f innst segja frá líf i hennar. Útbúið atriði sem sýnir hvernig hún eignaðist þennan hlut. Það verður að koma fram í spunanum hvers vegna þessi hlutur er svona mikilvægur. Best er að hóparnir velji hver sinn hlut. Umræður að lokum: Hvað vitum við um þessa konu? Fundur með bæjarstjóra Kennari er í hlutverki bæjarstjóra og nemendur í þeim hlutverkum sem þeir sköpuðu í byrjun ferlisins. Málefni fundarins: Á að senda förukon- una á elliheimili? Umræður fara fram. Gott er að það komi frá fundar- mönnum að kannski væri hægt að hjálpa henni. Bæjarstjóri getur frestað fundi og beðið menn að fara heim og skoða hvað þeir og aðrir geti gert fyrir konuna. Nemendur koma síðan með skrif legar eða munnlegar til- lögur. Fundinum er framhaldið og ákvörðun tekin. Ritun Nemendur eiga nú að setja sig í spor förukonunnar og skrifa um álit sitt á þessari niðurstöðu. Upprifjun og mat Umræður um væntingar. Hvað veldur því að okkur f innst þessi kona vera öðruvísi? Þekkið þið dæmi af þessu tagi? Umræður um fordóma. Gunna í vanda Markmið : Að nemendur læri í gegnum leiklist að ofbeldi og einelti þarf að uppræta. Áherslur í námskrá : Lífsleikni. Aldur : Unglingastig. Rými : Skólastofa eða salur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=