Leiklist í kennslu

38 LEIKLIST Í KENNSLU hlutverk kennara en hann er ýmist förukona eða bæjarstjóri. Í raun má nota hvaða myndir sem kennara f innst að tengist viðfangsefninu. Leiðir : Þankahríð, kyrrmyndir, spuni, hugrenningar, umræður í hlut- verki, ritun, speglun, kennari í hlutverki, frásögn. Kveikja Nemendur sitja í hring eða stólum er raðað í u-form. Kennari skrifar orðið umburðarlyndi upp á töf lu. Hann biður nemendur að koma með hugmyndir um merkingu orðsins. Kennari skráir hugmyndir nemenda. Nemendum er síðan skipt upp í fjögurra til fimm manna hópa. Hver hópur velur orð af listanum og spinnur lítið atriði í tengslum við það. Umræður um hvernig andhverfa umburðarlyndis birtist. Hóparnir breyta spunanum þannig að ekki sé um umburðarlyndi að ræða og sýna þættina. Ferli Kennari les : Þetta er hún Benedikta. Hún býr í litlum hrörlegum kofa utarlega í bænum, enginn veit hver hún er eða hvaðan hún kemur. Hún er búin að vera þarna í nokkur ár. Hún virðist ekki kynnast neinum og enginn heimsækir hana. Fólki finnst að gamla konan eigi að fara á elliheimili því hún er stórfurðuleg og gæti haft slæm áhrif á börnin í bænum. Stundum sést hún ýta á undan sér innkaupakerru sem virð- ist full en enginn fær að sjá hvað er í kerrunni því það er alltaf breitt teppi yfir inn- ihaldið. Kennari : ,,Þið eruð öll íbúar í bænum þar sem þessi kona heldur til. Hver hópur hefur sérstök tengsl við hana.“ Kennari kemur með hug- myndir að tengslum, einnig nemendur. Dæmi: • Starfsfólk á veitingastað sem gefur henni oft að borða. • Fjölskylda sem á litla verslun og lætur hana stundum fá útrunnar vörur. • Krakkar sem koma oft á leikvöll staðarins. • Fólk sem býr í fínu húsi, næst kofanum hennar Benediktu. • Félagsmálaráð bæjarins. Spuni – kennari í hlutverki Nemendur ákveða sjálf ir hlutverk sín innan hvers hóps og spinna lít- inn leikþátt um eitthvað sem þeir fást við daglega. Þegar þeir eru til- búnir kemur kennari í hlutverki förukonunnar í heimsókn og spyr fólkið spurninga. Ef hópurinn vill að hún fái að vera þarna áfram kemur hún með rök gegn því. Ef hann vill að hún fari á elliheimilið þá kemur hún einnig með mótrök. Þannig fær kennari nemendur til að rökstyðja við- horf sín. Hinir hóparnir horfa á. Hugrenningar Kennari: ,,Einn daginn þegar Benedikta var á gangi um götur bæjarins kom hvöss vindhviða sem feykti kerrunni um koll svo innihaldið fór út um allt”. (Hér er glæran sýnd). Þeir sem eru hlynntir því að hún fái að vera áfram í kofanum sitja saman og þeir sem eru á móti og vilja senda hana á elliheimili sitja saman. Annar hópurinn tekur þá afstöðu að hún haf i tekið innihald kerrunnar ófrjálsri hendi en hinn helmingurinn að

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=