Leiklist í kennslu

LEIKLIST Í KENNSLU 37 5. Heildstæð ferli Markmið með þessum kaf la er að setja saman fjölbreyttar aðferðir og leiðir þannig að útkoman verði heildstæð. Eitt af lykilatriðum í leikferli er kveikjan. Til þess að nemendur lifi sig inn í ferli verða þeir að fá tíma til að átta sig á hverjir þeir eru, hvar þeir eru staddir og hvers er vænst af þeim. Viðfangsefnið verður að höfða til þeirra og kröfur að hæfa aldri og þroska. Gott er að hafa í huga skýr og einföld fyrirmæli. Það er ekki ein- falt að setja saman leikferli þar sem nemendur eru virkir bæði vitsmuna­ lega og tilfinningalega. Kennari þarf að huga að ýmsu áður en hann byrjar leikferlið. Lykilorð: Hvað, hvers vegna og hvernig? • Viðfangsefni er valið af kennara eða nemendum eða í samráði beggja. Kennari gerir sér grein fyrir hvað nemendur eiga að tileinka sér í ferlinu. Markmið byggja á námskrá og þeirri hugmyndafræði sem kennari leggur áherslu á. Kennari velur leiðir sem hann telur bestar til að ná settum markmiðum. Hér velur kennari þær aðferðir leiklistar sem stuðla að því að leikferli verði heildstætt. Hann hefur í huga aldur nemenda, tímann sem verk- efnið tekur og hugar að gögnum. Að lokum gætir hann þess að námsmat sé í samræmi við markmið. Dæmin sem hér eru tekin bjóða upp á fjöl- breytileg form, innihald og skipulag sem má laga að aldri og þroska nemenda. Sjá heildstæð verkefni á vefsíðu. Lífsferill Markmið: Að nemendur rannsaki og greini mannlega hegðun með áherslu á fordóma. Aldur : Má laga að f lestum aldurstigum. Áhersla í námskrá : Lífsleikni. Nemendur skoða hugtökin umburðar- lyndi, tillitsemi og væntingar frá ýmsum sjónarhornum og velta fyrir sér hvað felst í þessum hugtökum. Rými : Skólastofa. Gögn : Hér eru notaðar tvær glærur, mynd af f lökkukonu og mynd af dóti í innkaupakerru. Einnig frumsaminn texti. Að auki eru tákn fyrir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=