Leiklist í kennslu

36 LEIKLIST Í KENNSLU stað? Ýmsar spurningar koma til greina en markmiðið er að hjálpa nem- endum að byggja upp samfélag og lifa sig inn í hlutverkin. Ef einhver tekur ekki þátt í uppbyggingunni verður kennari að f inna hlutverk og verkefni sem sá einstaklingur getur tekið þátt í. Dæmi : Nemendur eru að fjalla um ástæður þess að Norðmenn yf irgáfu Noreg og f luttu til Íslands á Landnámsöld. Þar geta verið víkingar sem þurfa að smíða sér vopn og víkingaskip, sjómenn og smiðir sem smíða báta og sölumenn sem ganga frá söluvöru. Verkefni fyrir unglingastig Leiðir : Umræður, kyrrmyndir, frásögn og spuni. Kveikja – umræður : Allir sitja í hring og ræða um samfélagið sem á að fjalla um. Hvernig er umhverfið og aðstæður og hvar gerist þetta? Kenn- ari getur notað glærur, myndir eða stutta frásögn til að auðvelda nem- endum að átta sig. Einnig er rætt um hvers konar samfélag þetta er. Kennari biður nemendur að taka að sér hlutverk einhvers sem býr í þessu samfélagi og velta fyrir sér hver persónan er. Hún þarf ekki að hafa komið fram í textanum. Markmiðið er að aðstoða nemendur við að byggja upp samfélag og hjálpa þeim að lifa sig inn í hlutverkin. Framhald sem á við öll stig Kyrrmyndir : Hér má biðja nemendur að sýna í kyrrmynd þau störf sem þeir annast í þessu nýja samfélagi. Kennari gengur á milli og spyr hvern og einn hvað hann sé að fást við. Einnig er möguleiki á að búa til f leiri kyrrmyndir eða spinna litla þætti um atvik úr daglegu líf i. Dæmi: Atvik úr verslun eða fólk í strætisvagni. Einnig má sviðsetja kyrrmynd þar sem allir verða að taka þátt. Frásögn og ritun : Kennari getur unnið meira með innlifun nemenda. ,,Hvað tengir ykkur þessu samfélagi?“ Allir segja frá. ,,Hugsið um eitt- hvað jákvætt eða neikvætt sem hefur gerst.“ Nemendur segja frá eða skrifa stutta frásögn sem síðar má setja á svið. Fundur : Kennari kemur með vandamál sem íbúar þurfa að taka afstöðu til og leysa. Dæmi um viðfangsefni fyrir unga nemendur Kennari í hlutverki læknis, sveitarstjóra eða prests heldur fund með íbúum. Nemendur fara þá sjálfkrafa í hlutverk íbúa. Gömul hjón, sem átt hafa í miklum erf iðleikum og eru með átta ára barnabarn sitt sem er í hjólastól, eru búin að kaupa hús í þorpinu. Hvað geta íbúarnir (nem- endur) gert til að létta þessu fólki komuna í þorpið? Upp geta komið hugmyndir eins og að teikna hús eða íbúð með nauðsynlegum útbún- aði fyrir fatlað barn. Undirbúa hlýlegar móttökur og halda veislu þegar gömlu hjónin koma. Nemendur geta einnig hannað spjöld sem eiga að vera við innkeyrsluna í þorpið eða valið listamenn til að gera styttu eða styttur (kyrrmyndir) sem eiga að prýða þorpið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=