Leiklist í kennslu

LEIKLIST Í KENNSLU 35 búningi er þessi maður (t.d.lestarvörður)? Hvað er þetta fólk eiginlega að borða? Er konan með regnhlíf og það er engin rigning (konan er með sólhlíf )? Eftir æf inguna eru umræður um það sem kom fram. Eru fordómar í því sem sagt var? Hvernig er það að vera öðruvísi og hvað er að vera öðruvísi? Líta fullorðnir öðruvísi á málin heldur en börn? Uppbygging á samfélagi Þessa uppbyggingu má nota sem kveikju þegar fjalla á um mannleg samfélög við mismunandi aðstæður. Ferlið má aðlaga og breyta eftir aldri og þroska nemenda. Tvær leiðir verða kynntar, fyrri leiðin tekur 2–4 kennslustundir og síðari leiðin tekur 30–40 mínútur. Markmiðið er að nemendur eigi auðveldara með að lifa sig inn í viðfangsefni þannig að þeir byggi athuganir bæði á staðreyndum og tilf inningalegum við- brögðum. Verkefni fyrir yngsta stig og miðstig Gögn : Dagblöð, efnisbútar í náttúrulitum svo sem brúnt lak, bútur af bláu efni, grænir efnisbútar, pappírsafgangar af mismunandi gerð, skæri, lím og heftarar. Leiðir : Umræður, hönnun, handlistir, kyrrmyndir, frásögn og spuni og ef vill kennari í hlutverki. Kveikja – umræður : Nemendur sitja á gólf i í kringum lak af venju- legri stærð eða standa í kringum borð. Þeir ræða í samráði við kennara hvernig landslag og umhverf i er á þessum ákveðna stað. Kennari getur notað glærur, myndir eða stutta frásögn til að nemendur átti sig betur á aðstæðum á þessum slóðum. Hönnun : Nemendur fá dagblöð og krumpa saman hvert einstakt blað. Næst fá þeir lakið og efnisbútana og móta landslag með því að leggja lak yf ir blaðahrúgu og nota síðan bútana þar sem þeir vilja hafa vatn, sjó og láglendi. Þegar landslagið er nokkurn veginn fullmótað fær kennari nemendur til að sitja eða standa í kringum það og spyr hvort þeir séu ánægðir. Lagfæringar gerðar ef þess er þörf. Handlistir og umræður : Kennari: ,,Þið eigið að setja ykkur í spor fólks sem býr á þessum stað á þessum tíma. Þið verðið að ákveða hverjir ætla að búa saman, f inna ykkur stað fyrir hús og útbúa það. Þið þurf ið að ákveða hvað þið eigið af skepnum ef það á við og öðru sem þið teljið nauðsynlegt.“ Kennari sýnir nemendum einfalda gerð af húsum til að koma í veg fyrir að þeir leggi allt of mikla vinnu í sjálfa uppbygginguna. Það getur komið til átaka og umræðna milli nemenda vegna þess að þeir vilja fá stærra land og meira undirlendi. Nemendur verða að leysa þessi vandamál sín á milli. Umræður : Á meðan nemendur vinna myndast smám saman hópar af ýmsum stærðum. Kennari gengur á milli og fylgist með því að allir séu sáttir. Hann varpar fram spurningum: Hver ertu og hvar áttu heima? Eiga f leiri heima í þessu húsi? Hvað gerir þú og hefur þú búið lengi hérna? Hvernig líður þér hér? Hvað þarf nauðsynlega að vera á þessum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=