Leiklist í kennslu

34 LEIKLIST Í KENNSLU Aðferð : Allir standa í hring. Kennari byrjar á því að henda hnykli yf ir hringinn og segir um leið eina setningu eða eitt orð sem tengist örlögum persónunnar og hver og einn gerir slíkt hið sama um leið og hann hendir hnyklinum til næsta manns. Nemendur verða að gæta þess að halda vel í spottann. Kennari fær hnykilinn til baka en þá má stöðva ferlið eða láta hnykilinn fara annan hring. Þegar hnykillinn er afhentur næsta manni er sögð setning eða orð sem tengjast tilf inningum einhvers náins í garð persónunnar. Vefurinn er síðan lagður á gólf ið og líkist þá fallegum köngulóarvef. Nemendur geta síðan skrifað á litla miða vanga­ veltur sínar um örlög persónunnar og sett þá inn í vef inn. Í lokin ganga allir á milli og skoða og ræða það sem stendur á miðunum. Dæmi : Enn er til umf jöllunar sögukvæðið umHelgu Jarlsdóttur. Hörður Grímkelsson, maður Helgu, hefur verið tekinn af líf i. Nemendur velta fyrir sér örlögum hans. Þegar hnyklinum er kastað segir sá sem kastar eitthvað um það sem hafði áhrif á hvernig fór. Þegar hnykillinn fer lokahringinn segja nemendur eitthvað um hugsanir og tilf inningar Helgu í lok kvæðisins. Myndtúlkun, handlistir og spuni : Leið sem má nota til að leggja aukna áherslu á þennan þátt. Eftir að vefurinn er spunninn er hann túlkaður með mynd­ máli. Nemendur í f jögra til f imm manna hópum búa til vef inn á allstórt blað. Þeir hafa frjálsar hendur og geta notað það sem þeir vilja við gerð vefsins. Þeir skrifa síðan stutt textabrot um eitthvað sem hafði áhrif á örlög persónunnar og setja inn á vef inn á blaðinu. Síðan geta nemendur valið hugmyndir af vefnum og spunnið röð af litlum atvikum og þannig fengið fyllri heildarmynd af líf i þess sem verið var að f jalla um. Sjá nánar á myndinni á bls. 68. Slúðurhringur Þegar f jallað er um námsefni þar sem varpa þarf ljósi á ólíka menningar­ heima getur verið gott að fara þessa leið. Æf ingin gefur möguleika á að vinna á fordómum og ef la virðingu fyrir menningu annarra þjóða. Nemendur eru ef til vill að f jalla um Íslendinga sem f luttust vestur um haf í kringum aldamótin 1900 og komið er að kaf la um hvernig tekið var á móti þeim. Nemendur hafa þegar fengið ákveðna vitneskju um hvað heimamönnum fannst um þetta fólk sem var að koma frá Íslandi. Dæmi : Nemendur vinna í tveimur hópum, A og B. Í hópi A eru Íslend­ ingar sem standa þöglir þétt saman í hópi. Í hópi B eru Kanadamenn sem sitja saman í hring og eru að slúðra um Íslendinga. Það gæti verið eitthvað á þessa leið: Hvernig eru þessir Íslendingar sem eru að f lytja til landsins? Eru þeir ekki óttalega skrýtnir? Koma þeir ekki bara með far­ sóttir? Eru þeir með lús? Kunna þeir nokkuð að lesa? Af hverju eru þeir í þessum skrýtnu fötum? Íslendingarnir í hópi A eru jafn furðu lostnir yf ir Kanadamönnum. Þeir slúðra sín á milli um þá: Í hvaða fáránlega

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=