Leiklist í kennslu

LEIKLIST Í KENNSLU 33 Tyrkjaránið. Annað parið getur tekið að sér hlutverk Tyrkja-Guddu er hún snýr til baka til Íslands, hitt parið getur verið Hallgrímur Pétursson. Þau ræða síðan um Tyrkjaránið og dvöl Guðrúnar í Tyrkjaveldi. ,,Skugg- arnir“ tveir koma þá fram með raunverulegar hugsanir þeirra meðan á samtalinu stendur. Samviskugöng Hér er einnig fengist við innri hugsanir eða vangaveltur. Verið er að fjalla um umdeilda persónu eða erf iðar ákvarðanir. Nemendur stilla sér upp í tvær raðir þannig að það myndast göng á milli. Þeir snúa andlitinu inn í göngin. Nemandi eða kennari í hlutverki gengur hægt í gegnum göngin. Þeir sem mynda göngin eru annað hvort í hlutverki samvisku þess sem gengur í gegn eða einhvers sem hugsar vel eða illa til pers- ónunnar. Raddirnar heyrast um leið og gengið er fram hjá. Nemenda­ hópurinn getur líka setið eða staðið í hring utan um persónuna eða í tveimur hópum sem hafa mismunandi skoðanir, annar er á móti en hinn með. Nota má þessa leið við margs konar tækifæri. Dæmi : Persóna sem er að yf irgefa mikilvægan stað fær mismunandi athugasemdir í veganesti frá þeim sem hún er að yf irgefa. Þetta getur líka verið einhver sem er að koma heim eftir langa fjarveru. Einn hluti raddanna er samviska persónunnar sjálfrar en annar athugasemdir heimamanna. Einnig getur þetta verið einhver sem á erf itt verkefni fyrir höndum og fær hvatningarorð í veganesti. Hljóðmynd Nemendur vinna með hljóð, til dæmis úr náttúrunni eða öðru sem teng- ist viðfangsefninu. Dæmi : Verið er að lesa saman sögukvæðið um Helgu Jarlsdóttur. Nemendur sitja í hring en Helga (einn nemandi) situr inni í miðjum hringnum. Hvaða hljóð heyrir Helga á köldum nóttum úti í Harðar- hólma þegar Hörður er ekki í eyjunni? Nemendur reyna að mynda hljóðin sem Helga gæti heyrt, einn byrjar annar tekur við og að lokum allir. Dæmi : Búið er að taka Hörð til fanga. Nemendur sitja í hring og Helga í miðjum hringnum. Nemendur mynda hljóð sem lýsa tilf inningum hennar og hugsunum á þessu augnabliki. Ef vel tekst til þá geta hópar búið til hreyf ingar sem lýsa líðan hennar. Örlagavefur Gögn : Stór garnhnykill Þegar unnið er með örlög einhverrar persónu getur verið áhrifaríkt að nota þessa leið til að skoða nánar hvað það er sem hefur áhrif á líf hennar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=