Leiklist í kennslu

32 LEIKLIST Í KENNSLU á að kaupa sér mótorhjól. Faðirinn er alfarið á móti kaupunum þar sem hann er hræddur um líf sonarins sem reynir að sannfæra föður sinn um að hættur leynist hvort sem er alls staðar og lofar að fara gætilega. Þeir ræða fram og aftur um ábyrgð, peningamál og áhættu. Nemandinn sem leikur soninn gæti átt erfitt með að sannfæra föður sinn og kallar þá á sjálfboða- liða úr nemendahópnum í sinn stað eða áhorfendur stöðva ferlið og bæta við áhersluatriðum. Afturhvarf Algeng tækni sérstaklega í kvikmyndum. Atvik úr fortíðinni eru skoðuð til að varpa skýrara ljósi á nútíðina. Dæmi : Nemendur eru að skoða lífsferil manns. Kennari kemur með slitur af mynd, hlut, bréf eða dagbókarbrot sem tilheyra fortíð mannsins og nemendur spinna út frá því lítil atvik sem varpa ljósi á líf hans. Hugrenningar Kennari snertir viðkomandi einstakling og fær hann með spurningum til að segja frá hugsunum sínum. Dæmi: Verið er að fjalla um ævintýri þar sem tvær litlar telpur hverfa að heiman. Kennari biður nemendur að velta fyrir sér hvað þeir vilji segja við foreldrana á slíkri stundu. Kennari gengur á milli nemenda og snertir létt öxlina á hverjum og einum sem segir þá eitthvað um málið. Dæmi: Verið er að fjalla um það þegar Norðmenn voru að yf irgefa Noreg á Landnámsöld og leggja út í óvissuna til Íslands. Kennari skiptir nemendum í tvo hópa, A eru nemendur sem ekki ætla að fara, þeir sitja saman á ströndinni í kyrrmynd. Hópur B eru þeir sem eru að yf irgefa Noreg, þeir útbúa kyrrmyndir eins og þeir séu komnir um borð í knerr- ina. Hópur A kemur með síðustu hvatningar- og kveðjuorð. Hinir koma á sama hátt með það sem þeir vilja segja við þá sem eftir eru. Hópur A byrjar og B tekur síðan við. Innri raddir Nemendur eru í fjögra manna hópum. Tveir setjast á stóla andspænis hvor öðrum en hinir standa fyrir aftan þá. Þeir sem sitja tala saman en hinir túlka hugsanir þeirra. Stundum, í daglega lífinu, felur maður sínar raunverulegu tilfinningar og segir ekki það sem maður meinar, það gildir einnig þegar persónur eru leiknar. Markmið aðferðarinnar er að fá fram hugsanir og tilfinningar persónunnar sem túlkuð er, innri raddir hennar, oft hugsanir sem persónan á í erfiðleikum með að túlka. Þannig dýpkar skilningur hópsins á því hvernig persónunni líður. Dæmi : Nemendur eiga að setja sig í spor móður og dóttur sem eru að rífast um hegðun dótturinnar. Til þess að sýna fram á muninn á milli þess sem sagt er og þess sem meint er standa ,,skuggarnir“ tveir og segja frá hugsunum móðurinnar og dótturinnar, á milli þess sem þær deila. Annað dæmi getur verið nemendur sem eru að vinna með námsefni um

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=