Leiklist í kennslu

LEIKLIST Í KENNSLU 31 undir ákveðið form siðareglna. Athöfnin má ekki vera of löng en nýtist vel til þess að fá nemendur til að lifa sig inn í það sem fram fer. Dæmi : Verið er að fjalla um ævintýrið um Þyrnirós. Nemendur sitja í hring ásamt kennara. Einn auður stóll er í hringnum. Kennari segir nemendum að þeir séu gestir boðnir til skírnarveislu Þyrnirósar. Hann biður þá að velta fyrir sér hvað þeir ætli að færa barninu í skírnargjöf en það megi ekki vera neitt af því sem þeir telja að góðu álfkonurnar, sem voru líka boðnar, ætli að gefa því. Nemendur ganga rólega til kennara, einn og einn í einu og með látbragði færa þeir barninu gjöf. Um leið og þeir leggja ímynduðu gjöf ina á auðan stólinn segja þeir hver hún er og kennari spyr hvers vegna þessi gjöf var valin. Látbragð Látbragð er stílfærð leiktúlkun þar sem nemendur túlka með hreyf ingu atburði, hugmyndir og fyrirbæri án orða. Hreyf ingar þurfa að vera skýrar og einfaldar. Dæmi : Nemendur hreyfa sig eins og tröll, strengjabrúður, trúðar, dýr eða annað sem verið er að fjalla um. Látbragð má einnig nota þegar fá orð eru sögð sem eiga að gefa í skyn annað en þau segja í raun. Nem- endur heilsast innilega, fálega eða með hroka, þeir nota sömu setning- una en gefa ýmislegt til kynna með líkamsmáli eða látbragði. Sýna – deilt með öðrum Í leiklist eru ótal tækifæri til að deila hver með öðrum því sem nemendur eru að fást við, án þess að um formlega sýningu sé að ræða. Hópar undir­ búa og sýna atriði úr umfjöllunarefni, ýmist einstök atvik eða röð sem má sýna sem hluta af heild. Dæmi um kyrrmynd og spuna : Sýna í kyrrmynd lykilaugnablik úr ferli eða spuna. Sýna röð slíkra kyrrmynda úr viðfangsefni. Sýna án mikils undir- búnings það sem gerist strax eftir að kyrrmynd lýkur eða tíu mínútum áður en kyrrmyndin varð til. Til að virkja áhorfendur má setja þá í hlutverk, til dæmis blaðamanna, rannsóknarmanna eða vísindamanna eftir því hvert viðfangsefnið er. Þeir gera athugasemdir eða koma með spurningar um kyrrmyndina eða spunann út frá sjónarhorni hlutverksins semþeir eru í. Þátttökuleikhús Leikhús sem byggist á því að áhorfendur taka þátt í því sem fram fer á sviðinu. Til dæmis geta nokkrir nemendur spunnið þátt sem hóp- urinn hefur tekið sameiginlega ákvörðun um. Aðrir nemendur sem horfa á geta stöðvað ferlið hvenær sem er og beðið leikendur að gera eitthvað annað eða fengið leikara til að skipta við sig og gengið sjálfir inn í atburðarásina. Leikendur geta á sama hátt stoppað og beðið áhorfendur um hjálp eða einhvern annan að koma í sinn stað. Dæmi : Nemendur í hlutverki föður og sonar ræða möguleika sonarins

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=