Leiklist í kennslu
30 LEIKLIST Í KENNSLU Skrifað í hlutverki Nemandi í hlutverki skrifar bréf, dagbók, skilaboð, leiðarbók eða skýrslu. Nemandinn skrifar eins og hann sé persónan sem hann var að túlka. Dæmi : Ef nemendur hafa til dæmis verið að fara í gegnum leikferli um Gullbrá og bangsana þrjá gæti kennari gef ið þeim það verkefni að skrifa afsökunarbréf til bangsanna fyrir að hafa skemmt hlutina þeirra. Að skrifa í hlutverki stuðlar að fjölbreytileika í málnotkun. Það býður upp á margs konar ólíkar aðstæður og atburði þannig að nemandi öðlast reynslu og þekkingu í mismunandi notkun málsins eftir því hvaða orða- lag er viðeigandi hverju sinni. Hugarflug og sjónsköpun Hugarf lug og sjónsköpun með leiðsögn eru innlifunaraðferðir sem eiga vel við í leiklist í kennslu, bæði í tengslum við kveikjur og við atvik þar sem nemendur eiga að lifa sig inn í mismunandi aðstæður. 14 Dæmi um sjónsköpun: Viðfangsefnið er háaloft í gömlu húsi. Kenn- ari hefur skapað notalegt andrúmsloft í stofunni með kertum og tón- list. Nemendur sitja við borð. Hvít blöð, blýantar og litir eru á borðum. Kennari spyr hvort nemendur þekki háaloft, hvað þeim detti í hug þegar þeir hugsi um háaloft. Hugmyndir koma frá nemendum. Síðan eiga þeir að teikna eða skrifa niður hluti eða annað sem þeim f innst geta verið uppi á háalofti. Dæmi um hugarflug með leiðsögn : Viðfangsefnið er draugasögur. Kennari notar kerti og drungalega tónlist til að skapa rétt andrúmsloft í stofunni. Hann leiðir umræðuna að draugasögum. Hvar gerast drauga- sögur, hver eru einkenni þeirra, hvers konar hljóð eru í draugasögum og hvernig er birtan? Þegar nemendur hafa komið með hugmyndir biður kennari þá að grúfa sig fram á borðið. Kennari: ,,Þið eruð á haustferða lagi með nokkrum vinum um eyðibyggð á Íslandi. Eitt kvöldið ákveðið þið ásamt einum vinanna að gista í gömlu, hrörlegu húsi í útjaðri þorps, í stað þess að fara með hinum til bæjarins þar sem hópurinn gistir. Þið sofnið vært um kvöldið en vaknið aftur einhvern tímann um nóttina við ...?“ Nemendur skrifa síðan frásögn af því sem gerist. Mikilvægt er að skapa rétt andrúmsloft þegar nemendur eiga að sjá aðstæður fyrir sér í huganum. Kennarinn getur raðar borðum og stólum á annan hátt en venjulega. Hann getur skreytt stofuna á einfaldan hátt, sérstaklega þegar yngstu börnin eiga í hlut. Nota má tónlist, kerti eða vasaljós. Mál- rómur kennara hefur einnig áhrif þegar á að skapa hátíðlega eða dular- fulla stemmingu til að ná fram frjóum og skapandi hugmyndum. Formleg athöfn Sameiginleg stílfærð eða formleg athöfn er tengd viðteknum venjum sem samfélagið viðurkennir og f lestir nemendur þekkja. Aðferðin er notuð við ákveðin tækifæri til að dýpka innlifun. Oft er þetta endurtekin athöfn þar sem allir gera eins. Þá er farið fram á að einstaklingar gangist 14 Ingvar Sigurgeirsson. 1999. Litróf Kennsluaðferðanna. Bls. 72.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=