Leiklist í kennslu

LEIKLIST Í KENNSLU 29 fram um líf og störf í klaustrum. Dæmi: ,,Hverju þurfti þetta fólk að lofa til að komast í klaustur, hvað hafði það daglega fyrir stafni og hvaða gildi höfðu klaustrin fyrir samfélagið á þessum tíma?“ Viðtöl Viðtöl byggjast á sömu hugmyndum og paravinna en f leiri en tveir geta unnið saman og ekki er víst að allir tali í einu. Kennari fær tvo til að koma upp, A og B, og tekið er viðtal. Bæði viðmælandi og spyrill eru í hlutverki. Annar getur t.d. verið fjölmiðlamaður en hinn í hlutverki þekktrar persónu úr efni sem verið er að fjalla um. Í raun má taka hvaða persónu sem er ef sá sem situr fyrir svörum hefur nokkra grunnþekkingu á persónunni. Aðrir nemendur horfa á viðtalið. Nemendur eru tveir, þrír eða fjórir saman í hópi. Einn er venjulega spyrill en hinir sitja fyrir svörum. Dæmi : Nemandi hefur kynnt sér einhverja sögupersónu og er tekinn í viðtal af blaðamanni sem er svo heppinn að fá tækifæri til að ferðast aftur í tímann. Samtíðarpersónur eru erf iðari því í f lestum tilvikum vita nemendur ekki nóg til að geta svarað á sannfærandi hátt. Fundir – umræður í hlutverki Umræður eru alltaf mikilvægur þáttur í leikferlinu, bæði til að athuga stöðuna og við mat á því sem er að gerast. Í umræðum um álitamál getur verið gott að setja nemendur í hlutverk til að varpa skýrara ljósi á skoðanir annarra og auka skilning á málefninu. Nemendur verða þá að taka afstöðu út frá þeirri kröfu sem hlutverkið gerir til þeirra. Kennari er g jarnan í ráðandi hlutverki í þessum umræðum. Þegar nemendur og kennari eru í andstæðum hlutverkum verða oft líf legar rökræður. Þessar aðstæður eru oftast settar upp í formi funda. Sjá kaf la um kennara í hlutverki. Dæmi I : Nemendur eru settir í spor barna sem vilja fá að vera lengur úti á kvöldin. Þeir f inna rök fyrir skoðun sinni. Síðan taka þeir að sér hlut- verk foreldra sömu barna og verða nú að færa rök fyrir skoðun foreldra á útivist. Í þriðja lagi eru nemendur settir í spor lögreglu og verða nú að rökstyðja afstöðu hennar í málinu. Dæmi II : Nemendur eru í hlutverkum rannsóknarmanna, hönnuða eða fornleifafræðinga. Kennari er blaðamaður sem hefur ekki trú á því sem nemendur eru að fást við og vill rökstuðning eða hann er að skrifa grein og þarf að geta rökstutt það sem hann skrifar. Hlutverkin virka sem vörn og nemendur geta leyft sér að halda fram skoðunum sem þeir vita að eru á móti skoðunum kennara og kennari getur á móti verið óvæginn í spurningum sínum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=