Leiklist í kennslu
28 LEIKLIST Í KENNSLU meira. Nemendur leysa verkefnið, oftast í fjögra til f imm manna hópum. Á meðan þeir eru að fást við verkið gengur kennari um og leiðbeinir á sama hátt og í öðrum samþættum verkefnum þar sem nemendur vinna sjálfstætt. Kennari getur brugðið sér í hlutverk milligöngumanns sem spyr sérfræðingana spurninga og fær þá til að rökstyðja það sem þeir eru að gera eða til að hraða niðurstöðum. Niðurstaða : Að lokum koma sérfræðingarnir saman á fundarstað og skila niðurstöðum. Hópurinn kemur þá fram fyrir fundarmenn sem sér- fræðingar og kynnir úrlausnir í formi fyrirlestrar, glærusýningar eða túlkar niðurstöður á leikrænan hátt. Í stuttum verkefnum talar kenn- ari gjarnan um fyrstu niðurstöður eða fyrstu athuganir. Fundarmenn fá jafnóðum tækifæri til að spyrja og gagnrýna. Kennari lýkur síðan vinnu lotunni formlega og fær niðurstöður í hendur eða þær eru settar á sýn- ingu. Árangur er síðan metinn með hliðsjón af markmiðum. Kastljós Athyglin beinist að einum nemanda. Kennari fær nemanda til að taka að sér hlutverk persónu sem minnst er á í ferlinu eða í sögunni eða náms- efninu sem verið er að fjalla um. Þetta má gjarnan vera hlutverk sem hefur óljósan tilgang eða hlutverk úr fortíðinni sem gott væri að fá nán- ari upplýsingar um. Kennari velur nemanda sem veldur því að vera miðpunktur. Aðferð : Nemandinn sest í stól fyrir framan hópinn. Hann situr fyrir svörum nemenda og kennara um þessa persónu og afstöðu hennar. Aðferðin getur varpað frekara ljósi á frásögn eða ástæður fyrir fram- vindu sögunnar. Á sama hátt getur kennari setið í kastljósi og nemendur spurt hann. Hásæti – kyrrmynd Þetta er einföld leið til að rifja upp eða festa ákveðin þekkingar- og skilningsatriði í minni nemenda og athuga hvað þeir muna eftir heima- lestur. Einnig góð aðferð til að gera sýnilega nemendur sem hafa sig lítið í frammi eða eiga í námserf iðleikum. Lítið reynir á þá sem sitja í hásæt- inu hverju sinni. Þetta reynir einnig á sjónminni nemenda. Dæmi : Kennari er að fjalla um klaustur á Íslandi. Nemendur eiga að vera búnir að lesa heima og kennari vill leggja áherslu á ákveðin aðal- atriði. Hann fær nemanda til að koma og setjast á stól (í hásæti) fyrir framan hópinn. Kennari varpar spurningum til hópsins, ekki nem andans. Til dæmis gæti hann sagt: ,,Hvað nefnist yf irmaður í klaustri þar sem karlmenn búa.“ Svör koma frá nemendum. Hann fær síðan þrjá til fjóra nemendur til að koma upp og standa fyrir aftan hásætið. Þá spyr kennari: ,,Hvað voru aðrir íbúar klaustursins nefndir?“ Hann leitar á sama hátt eftir upplýsingum um nunnuklaustur. Nú standa og sitja tveir hópar í kyrrmynd, annars vegar ábóti og munkar og hins vegar abbadís og nunnur. Kennari spyr síðan hópinn um það sem hann vill að komi
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=