Leiklist í kennslu

LEIKLIST Í KENNSLU 27 hana raunverulegri og gefa henni bakgrunn. Nemendur frá 12 ára aldri hafa sérlega gaman af þessari leið. Dæmi: Nemendur sitja í hring ásamt kennara. Þeir eru í hlutverki ferða­ málafræðinga í landafræðiverkefni þar sem á að vinna með ákveðið landsvæði. Þeir byrja á að velja sér persónu sem hæf ir verkefninu og ákveða atriði eins og kyn, aldur og nafn. Einnig ákveða þeir hvers konar sérfræðiþekkingu hver og einn býr yf ir. Þrír til f imm nemendur sitja saman í litlum hring. Þeir eru spurðir spjör- unum úr hver á fætur öðrum og svara í því hlutverki sem þeir hafa valið sér. Þannig öðlast hlutverkið smám saman dýpt og verður raunverulegra í vitund nemenda. Hinir í hópnum spyrja allir í eigin persónu, ekki í hlutverki. Þetta er endurtekið þar til allir í hópnum hafa fengið tækifæri til að svara í hlutverkinu sem þeir völdu sér. Sérfræðingar Kaf linn um kennara í hlutverki tengist mjög þessari útfærslu. Aðferðin á sérlega vel við þegar unnið er út frá námsefni sem byggist á umræðum og þekkingarleit til lausnar á raunverulegum vandamálum. 13 Aðferð : Kennari fær nemendahópinn til að taka að sér hlutverk sér- fræðinga í einhverri grein og biður hópinn um að f inna lausn á ákveðnu verkefni. Hann gerir mismunandi kröfur eftir aldri og þroska nem- enda. Grundvallaratriði er að ávarpa nemendur alltaf sem sérfræðinga á meðan þeir eru í hlutverkum. Hér er ekki byggt á persónusköpun heldur sérfræðiþekkingu. Nemendur í hlutverkum sérfræðinga leita lausna og kynna niðurstöður. Aðferðin þjálfar nemendur í að vinna sjálf- stætt og taka ákvarðanir. Kennari er einnig tilbúinn að fara í hlutverk innan verkefnisins. • Þankahríð: Hvað þarf persóna sem gegnir þessu sérfræðistarf i að kunna og geta? Kennari reynir að fá fram það helsta. Hann segir síðan nemendum að þeir eigi að taka að sér hlutverk slíkra sérfræð- inga í væntanlegu verkefni og leitar eftir samþykki þeirra. • Hópskipting: Mikilvægt er fyrir kennara að vera búinn að ákveða hvernig hópskipting á að fara fram. Það má undirbúa hana fyrir fram eða láta nemendur draga miða þegar þeir fara af fyrsta fundi. • Aðstæður: Ferlið hefst oft á fundarstað þar sem kennari fær bekknum verkefnið formlega í hendur. Kennari eða nemendur hafa áður raðað upp í stofunni. Kynning á verkefni : Kennari kallar saman fund sérfræðinga (nemenda) sem fá fyrirmæli um að leysa ákveðið verkefni. Nemendur ganga form- lega til sætis þegar þeir koma inn. Kennari, sem gjarnan er í hlutverki milligöngumanns, biður fundarmenn sem eru til dæmis arkitektar, rann- sóknarlögregla, fornleifafræðingar eða ferðamálafræðingar, að hanna, athuga eða útbúa eitthvað sem þeir eiga síðan að greina frá eða skila niðurstöðum um. Nemendur fá tækifæri til að spyrja spurninga á fund- inum en stundum getur kennari ekki leyst úr þeim. Hann er ekki sér- fræðingur á þessu sviði eða hefur ekki umboð frá yf irmanni til að segja 13 Ingvar Sigurgeirsson. 1999. Litróf Kennsluaðferðanna . Bls. 74.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=