Leiklist í kennslu
26 LEIKLIST Í KENNSLU Spuni Í spuna er túlkað af f ingrum fram. Notast er við fjölbreyttar hugmyndir, frásagnir og atriði úr námsefni. Spuni er hlutverkaleikur þar sem þátt- takendur ráða töluverðu um framvinduna, þeir ákveða gjarnan hvar þeir eru, hverjir þeir eru og koma með hugmyndir að atburðarás. Þetta form vill verða losaralegt ef kennari hefur ekki hönd í bagga. Spuni er áhugaverður fyrir áhorfendur ef þátttakendur: • hafa gott samspil sín á milli • taka hlutverkið alvarlega • hlusta á það sem hinir segja • skapa spennu, þannig að eitthvað óvænt gerist • hafa í huga að draga spunann ekki á langinn. Gott er að venja nemendur á að byrja og ljúka spuna á kyrrmynd. Þegar spunnið er stutt atriði úr námsefni eða öðru til að sýna bekkjarsyst kinum getur kennari fengið hópana til að átta sig á lykilaugnablikum í spunanum. Hver hópur spinnur út frá því augnabliki og sýnir síðan sitt atriði. Kennari ræðir við hópinn um það hvers vegna þau völdu þessa mynd. Einnig getur hann gef ið nemendumhugmynd að atburðarás eða þeir ákveða hana sjálf ir. Nemendur ráða þá hvernig þeir vinna verk- efnið, hverjir þeir eru og hvar spuninn gerist. Nemendur útbúa stutta þætti, til dæmis út frá námsefni, frásögn, myndum, hlutum, orðum eða setningumeða atvikumúr daglegu líf i. Þessir þættir eru sýndir bekkjar systkinum. Einnig má æfa þá betur og sýna í tengslum við skil á verk- efnum. Dæmi: Nemendur í fjögurra til fimm manna hópum. Hver hópur fær þrjár til fjórar myndir og raðar þeim upp í tímaröð. Hópurinn spinnur síðan þátt er sýnir ferlið sem lesa má út úr myndunum. 12 Persónusköpun Þetta er aðferð sem stuðlar að dýpkun á skilningi. Nemendur lifa sig inn í atburðarás og taka afstöðu til þess sem er að gerast. Kennari fær nem- endur til að taka að sér hlutverk í frásögnum, sögum eða ævintýrum. Nemendur mega ekki vera aðalpersónur sem er lýst í textanum, heldur fólk sem er í kringum þær. Þannig geta þeir haft nokkuð frjálst val um persónusköpun og bakgrunn. Þessi aðferð á vel við þegar unnið er með sögur og frásagnir. Sjá kaf la um sögur og frásagnir. Aðferð : Kennari les/ segir nemendum sögu eða þeir lesa hana sjálf ir. Þeir taka síðan þátt í sögunni með því að taka að sér hlutverk óskil- greinds hóps innan sögunnar. Dýpkun á hlutverki Dýpkun á persónuleika er góð aðferð til að fá nemendur til að lifa sig inn í viðfangsefni. Þegar þeir eiga að skapa persónu sem á að taka ýmsar mikilvægar ákvarðanir getur verið ástæða til að aðstoða þá við að gera 12 Gagnlegar bækur um spuna: Johnstone. 1979. Impro. Improvisation og Teater . Danmörk, Hans Reitzels Forlag A/S. Andersen. 1997. Teater sport og improvisation. Danmörk, Gyldendal. Spolin. 1963. Improvisation for theatre. London, Pitman.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=