Leiklist í kennslu

LEIKLIST Í KENNSLU 25 ingar eða viðhorf. Til dæmis ánægju, undrun, afbrýðisemi eða óvild af einhverju tagi. Eldri nemendur geta útbúið röð kyrrmynda úr leikriti eða sögu sem verið er að fjalla um. Kyrrmynd getur verið einstaklings- vinna en er oftar hópvinna sem reynir á samvinnu. Þegar nemendur hafa skapað sínar kyrrmyndir gengur kennari oftast á milli þeirra og spyr einfaldra spurninga sem tengjast viðfangsefninu. Best er að ræða um myndirnar jafnóðum. Aðferð : Kennari biður nemendahóp að búa til styttur eða kyrrmyndir út frá ákveðnu verkefni. Þegar allir eru tilbúnir gengur kennari á milli einstaklinga eða hópa ef margir vinna saman og spyr: Hver ertu? Næsta spurning er þá: Hvað ertu að gera? Þegar nemendur hafa þjálfast í að nota kyrrmyndir og kennari vill að þeir lif i sig frekar inn í viðfangsefnið spyr hann: Hvernig líður þér eða hvað ertu að hugsa? Sjá efni á vefsíðu . Dæmi: Hlutlæg verkefni eru t.d. fjölskyldumyndir og kyrrmyndir úr námsefni eða sögum. Huglæg verkefni eru t.d. styttur sem allir í hópnum taka þátt í að byggja. Önnur gæti táknað sinnuleysi en hin umhyggju. Þegar verið er að fjalla um ofbeldi eða ógnun af einhverju tagi, til dæmis í lífsleikni, getur verið gott að nota kyrrmyndir. Nemendur útbúa kyrr- mynd af atvikinu. Það er áhrifaríkt að fjalla um og skoða slíkar myndir með nemendum. Í mörgum tilfellum er betra að láta nemendur búa til kyrrmyndir heldur en að vinna með spuna. Spuni skapar oft ólæti ef um ofbeldi eða átök er að ræða. Nemendur sýna með kyrrmyndum sérstök augnablik úr spuna. Líkamstjáning er stór þáttur í leiklist. Kennari sem notar leiklist mark­ visst í kennslu þjálfar nemendur í að vera meðvitaðir um hvaða skilaboð þeir gefa með svipbrigðum og hreyf ingum. Dæmi : Ágæt leið til að vekja athygli nemenda á mikilvægi líkams­ tjáningar er að láta þá útbúa kyrrmyndir af daglegum samskiptum nem- enda í skólanum í fjögurra til fimm manna hópum. Fyrst myndir sem sýna neikvæð samskipti og síðan kyrrmyndir af jákvæðum samskiptum. Umræður um slíkar kyrrmyndir geta m.a. opnað augu nemenda fyrir neikvæðum þáttum í eigin fari og annarra. Paravinna Þetta er algengasta og þekktasta form af hlutverkaleik og einföld leið til að kynna nemendum hvað felst í hlutverkaleikjum. Í paravinnu eru tveir og tveir saman, A og B. Kennari raðar nemendum í hlutverk og velur þeim aðstæður og viðfangsefni. Dæmi : A er 10 ára barn en B er foreldri. Aðstæður eru kvöldverður á heimili A og B og viðfangsefni er að A vill alls ekki hlíta lögboðnum úti- vistartíma en B reynir að tala um fyrir A og færa rök fyrir máli sínu. Öll pörin koma sér fyrir og tala í einu. Kennari stöðvar ferlið til dæmis með lófaklappi þegar honum f innst komið nóg. Síðan endursegir hvert par samtalið í stuttu máli.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=