Leiklist í kennslu

24 LEIKLIST Í KENNSLU 4. Kennsluaðferðir Í þessum kaf la er fjallað um margs konar leiðir til að nálgast viðfangs- efni. Fyrst er farið í mismunandi útfærslu hlutverkaleikja. Þá koma leiðir sem f lokkast undir leikhústækni. Að lokum eru nokkrar hugmyndir um hvernig setja má saman heildstætt leikferli. Hlutverkaleikir Hlutverkaleikir, sem f lokkast undir innlifunaraðferðir, eru taldir mikil- vægir í þroskaferli barns. Barnið vinnur úr eigin reynsluheimi með því að setja sig í spor þeirra sem hafa haft áhrif á það. Fyrstu fyrirmynd- irnar koma úr daglegu líf i, síðan koma steríótýpur eins og Súperman og Batman en síðar þeirra eigin hugmyndir. Barnið hefur þannig tækifæri til að takast á við ólík hlutverk og notar bæði eigin reynslu og reynsluna af hlutverkaleik til að fást við tilf inningar og læra á samfélagið. Í hlut- verkaleik speglast gjarnan viðhorf barns til samfélagsins og kröfur þess. Í leiknum gerast hlutirnir hér og nú. Skilningur og nám á sér stað þegar barnið ræðir um, rif jar upp og tengir þessar aðstæður við raunveru­ leikann. Hér fá hlutverkaleikir mismunandi heiti eftir þeirri tækni sem kennari beitir hverju sinni, svo sem kyrrmyndir, paravinna, spuni, persónusköpun og sérfræðingar . Einnigmánefna: kastljós, hásæti, viðtöl, umræður, fundi og skrifað í hlutverki. Í hlutverkaleik þarf: • Verur með mannlega eiginleika. Hver? • Umhverf i og aðstæður. Hvar? • Þráð eða atburðarás. Hvað? Þegar hlutverkaleikur er notaður markvisst ákveður kennari venjulega þessi atriði. Gott er að hafa hugfast að gefa nemendum tíma til að lifa sig inn í hlutverkin og reyna að skapa aðstæður þannig að friður sé fyrir utanaðkomandi áhrifum. Mikilvægt er að hlusta á og virða skoðanir nemenda sem koma fram í hlutverkaleik. 11 Kyrrmyndir Kyrrmyndir eru einfaldasta útfærslan á hlutverkaleik. Þar taka nemendur að sér hlutverk og stilla sér upp sem stytta eða kyrrmynd í ákveðnum til- gangi. Þessi aðferð hefur reynst mjög heilladrjúg og einföld. Hægt er að beita henni við allar aðstæður án mikils undirbúnings og hana má þróa og nota á öllum aldursstigum. Oft þarf miklar vangaveltur og samvinnu á milli nemenda til að f inna út hvernig best er að túlka viðfangsefnið. Til að nemendur átti sig á hvað kyrrmynd er má minna á vaxmyndasöfn en vaxmyndir segja ákveðna sögu eða lýsa ákveðnum persónum. Yngri nemendur geta byrjað á að búa til einfaldar myndir úr raunveruleik- anum, til dæmis fjölskyldumynd sem tekin er við ákveðið tækifæri eða kyrrmyndir úr sögukaf la sem þeir hafa lesið. Þessar myndir má einnig þróa í huglægari átt en þá búa nemendur til myndir sem sýna tilf inn- 11 Í bókinni Mál og túlkun 1994 er f jallað almennt um hlutverkaleiki, aðallega í tengslum við íslenskukennslu. Hér er umf jöllun byggð á sama grunni en farið nánar í aðferðir og öðrum bætt við. Í Mál og túlkun er f jallað um paravinnu og spuna , en paravinna er þar nefnd hlutverkaleikur, roleplay . Einnig er kennara í hlutverki og nemendur gerðir að sérfræðingum gerð nokkur skil.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=