Leiklist í kennslu
LEIKLIST Í KENNSLU 23 er ung stúlka, Lára, sem á þessa dagbók. „Hvað skyldi hún hafa skrifað í dagbókina á þessum sama degi fyrir 40 árum?“ Kennari les: ,,Kæra dagbók, ég er í klípu, skólaleikritið sem ég er með aðalhlutverkið í verður frumsýnt sama kvöld og amma verður áttræð. Mamma vill að ég fari í afmælið þar sem amma á víst ekki langt eftir. Mig langar hins vegar að leika, kennarinn minn segir að ég sé góð. Þetta skiptir mig miklu máli kæra dagbók. Hvað á ég að gera?“ Nemendur takast á við vanda Láru og reyna að leysa málið fyrir hana. Táknræna hluti má einnig sýna með látbragði, eins og þessi litlu dæmi sanna: • Nemendur eru að fjalla um Kópavogsfundinn árið 1662. Þar sýna þeir andstöðu sína með því að standa allir sem einn upp áður en þeir mótmæla. • Kennari í hlutverki sem lögreglumaður situr fyrir svörum í sjón- varpi. Nemendur í hlutverki blaðamanna spyrja hann um ákveðið atvik. Lögreglumaðurinn segir að lögreglan ráði alveg við aðstæður en á sama tíma gefur hann í skyn óöryggi með augnhreyf ingum og f ikti við föt sín. Nemendur átta sig þá á að ekki er allt með felldu og spyrja í samræmi við það. Gæta verður þess að ofhlaða ekki ferlið með táknum. Betra er að hafa fá og skýr tákn sem auðvelt er fyrir áhorfendur að leggja merkingu í.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=