Leiklist í kennslu

22 LEIKLIST Í KENNSLU hlutir einig aðstoðað nemendur við að ,,lifa sig inn í“ hlutverk eins og til dæmis sálmabók fyrir prest, stafur fyrir gamlan mann, sproti til þess að sýna vald, snjáð skjalataska fyrir sérvitring eða skikkja fyrir galdra- mann. Nokkur dæmi um tákn: • Kerti: Öryggi, ró, ljós, hátíðleiki, trú, einmanaleiki, þekking, skjól, veikleiki, tími. • Slá eða skikkja: Vald, ferðalag, þægindi, galdrar. • Sverð: Að vernda sjálfan sig, vald, hernám, landvinningar, helgisiðir, heiðarleiki, réttlæti, refsing. • Lykill: Öryggi, takmörkun, frelsi, einlægni, tækifæri, undirferli, þroski, refsing, uppgötvun, vald, einvera. • Eldur: Sól, eyðilegging, líf, hreinsun, eilífð, trú, von, galdrar, vernd, hjátrú, ástríða, ljómi, þægindi, reiði, hiti. Markmiðið með notkun hluta er að beina sjónum nemenda að viðfangs- efni og örva hugmyndaf lug þeirra. Hlutir geta staðið fyrir margt annað en heiti þeirra segir til um. Leikferlið kemur til skila því sem táknræni hluturinn merkir. Blátt klæði sem nemendur hafa í höndum getur táknað rennandi á eða sjó. Nemendur sveif la síðan klæðinu til og fá fram hreyf­ ingu sem getur táknað öldur eða vatnsmikla á. Rautt klæði getur táknað blóðbað og svo mætti lengi telja. Hlutir geta einnig þjónað sem hjálpar­ gögn fyrir kennara, sérstaklega eru þeir handhægir til þess að vekja og viðhalda áhuga nemenda sem kveikjur að leikferli. Í upphaf i kennslu- stundar er kjörið að nota alls konar hluti sem vekja athygli nemenda á viðfangsefninu, svo sem bréf, kort, skeyti, lykil, gamlar dagbækur, auglýs­ ingar, ljósmyndir og rödd af gamalli segulbandsspólu. Dæmi um hjálpargögn sem koma að notum Kennari byrjar kennslustundina á að draga upp bréf og segir: ,,Þetta bréf barst hingað til skólans í morgun, það hefur ekki verið póstlagt og enginn veit hver kom með það. Bréf ið inniheldur hótun um að ætlunin sé að eyðileggja árshátíð nemenda. Hvernig getum við komist að því hver sendi bréf ið og komið í veg fyrir skemmdarverk á árshátíðinni?“ Annað dæmi: Kennari í hlutverki kemur inn á fund nemenda og heldur á auglýsingu fráborgaryf irvöldum.Hann les uppauglýsinguna sem segir t i l um að það haf i verið lokað fyrir vatnið í borginni vegna mengunar. Nemendur í hlutverki fundarmanna spyrja kennarann og fá upplýsingar. Þriðja dæmi: Kennari dregur upp ljósmynd af strák sem er að horfa út um glugga. Kennari spyr nemendur hvað þeir haldi að drengurinn sé að horfa á. Hvernig honum líði? Eftir vangaveltur nemenda um líðan drengsins gefur kennari upp nafn drengsins, hann heitir Andrej. ,,Hvað dettur ykkur nú í hug með þennan dreng?“ Síðan hefst leikferli um ævi þessa drengs. Fjórða dæmi: Kennari kemur inn með dagbók í hendi og segir nem- endum að þessi dagbók haf i fundist í gömlu húsi sem átti að rífa. Það

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=