Leiklist í kennslu
LEIKLIST Í KENNSLU 21 þröskuld milli sín og annarra nemenda. Kennari kemur inn í hlutverki Júlíu sem er góður vinur Jóns. Júlía les upp úr bréfi sem hún er að skrifa Jóni og kennari biður nemendur að meta samband þeirra eftir lestur bréfsins (bréfið hefur kennari útbúið áður en kennsla hefst). Í bréfinu segir Júlía Jóni að hún sé óánægð með samband þeirra, finnst það þvingað og þrúgandi og hún vill ekki fara með honum í teitið á laugardag. Bréf Júlíu er þannig skrifað að það er óljóst hver tilgangur hennar er með skrifunum. Skammast hún sín fyrir Jón þegar hinir vinir hennar eru til staðar? Er hún ef til vill að glíma við að f inna hugrekki til að dýpka vináttuna við hann? Eða hefur Jón eyðilagt vináttuna með því að vænta of mikils af Júlíu, meira en hún er tilbúin að gefa? Nemendur vinna nú í hópum og reyna að varpa ljósi á hugsanir og þankagang Júlíu. Leiknir þættir sem taka á þessum óljósu skilaboðum geta skapað líf legar og þroskandi umræður. • Júlía og Jón mæta vinum Júlíu í Kringlunni. Hvernig er framkoma vinanna? Hvernig bregst Júlía sjálf við? • Júlía og Jón eru ein heima í húsi Jóns. Jón vill skýringar á bréf i Júlíu. • Hvernig haga Jón og Júlía sér í teitinu og hvernig er samband þeirra við hina? Kennari er áfram í hlutverki Júlíu og leikur á það hvernig nemendur höndla aðstæður. Hann notar hlutverkið til þess að knýja þá til að taka afstöðu út frá hlutverkum sínum og velta þessum viðkvæmu málum fyrir sér. Hægt er að skipta um nemendur í hlutverkum Jóns og hinna milli atriða. Kennari getur svo í hlutverki Júlíu stutt við bakið á Jóni. Leik- urinn endar í teitinu. Hópurinn ákveður hvar Jón og Júlía eru staðsett og síðan taka nemendur að sér hlutverk hinna gestanna á staðnum og spinna, undirbúningslaust, atburðarásina í teitinu. Kennari í hlutverki Júlíu reynir að skapa þær aðstæður að nemendur öðlist skilning á vanda- málum Jóns og Júlíu gegnum hlutverk sín og taki afstöðu til þess hvernig hægt er að leysa málin á sem farsælastan hátt. Kennari í hlutverki getur verið sterkt af l til þess að ýta nemendum út í að taka sjálfstæðar ákvarðanir og vega og meta aðstæður. Hann getur komið inn í nýju hlutverki eftir hentugleikum, allt eftir því hvernig vinnan hefur þróast. Táknrænir hlutir sem geta vakið áhuga nemenda Við þurfum ekki leikmuni, búninga né leiksvið þegar leiklist er notuð í kennslu. Það dregur athyglina frá vinnuferlinu og endar gjarnan á því að öll orkan fer í búningana, að setja á sig skrítna hatta og labba skringi- lega. Leiklist þarfnast aðeins nemenda, ímyndunaraf ls þeirra, tíma og rýmis. 10 Hins vegar geta táknrænir hlutir haft verulegt gildi fyrir nem- endur og hjálpað þeim að tengjast viðfangsefninu. Til dæmis gætu nem- endur sem eru að byrja á verkefni er tengist sjálfstæðisbaráttu Íslend- inga fengið sem kveikju mynd af Jóni Sigurðssyni. Annað dæmi um kveikju er stækkunargler og köf lótt derhúfa hjá þeim nemendum sem eiga að rannsaka dularfullt hvarf á handritum. Oft geta táknrænir 10 Neelands. 1984. Making Sense of Drama. Bls. 69.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=