Leiklist í kennslu

20 LEIKLIST Í KENNSLU • Með því að standa hærra en nemendur og tala niður til þeirra verður kennarinn sá sem valdið hefur. Sá sem talar í sömu augnhæð virkar hins vegar sem jafningi. • Sá sem mælir upp fyrir sig virðist ekki hafa mikil áhrif, jafnvel lítur út eins og hann sé að biðja um aðstoð. 8 • Með ákveðinni líkamsstöðu getur kennarinn gert sig lítinn og væskilslegan sem aftur kallar á samúð nemenda. Tákn Oft bregður kennari sér í mörg hlutverk í einni og sömu kennslustund allt eftir því hvernig atburðarásin þróast og hvaða námsmarkmið hann hefur í huga. Það getur verið þægilegt að hafa ákveðið tákn fyrir hverja persónu þannig að það sé skýrt hverju sinni í hvaða hlutverki kennari er. Nokkur dæmi um slík tákn: • Gömul kort fyrir fornleifafræðinga. • Stækkunargler fyrir njósnara. • Hattar og önnur höfuðföt sem einkenni fyrir ákveðnar persónur. • Gleraugu eða stafur fyrir eldra fólk. • Augnleppur fyrir sjóræningja. • Ferðataska fyrir ferðalang. Kennari í hlutverki kemur af stað leikferli Dæmi : Vesturfararnir Nemendur eru að læra um lífsskilyrði á Íslandi á 19. öld sem urðu til þess að margir f luttu vestur um haf. Er þeir hafa af lað sér þekkingar á þessu tímabili sest kennari niður með þeim og spjallar um þessa tíma. Hvernig lífsskilyrði fólks voru, á hverju það lifði og þar fram eftir götum. Eftir stuttar umræður bregður kennarinn sér afsíðis og kemur síðan inn í hringinn með hatt á höfði og segist vera ,,umboðsmaður“ fyrir vest- urfara og þakkar fólkinu fyrir að koma á þennan fund. Kennari byrjar síðan að segja fjálglega frá því hvað líf sé gott í Ameríku og hvetur fólk til að bregða búi og f lytjast vestur um haf. Um leið og ,,umboðsmaður- inn“ talar til nemenda fara þeir sjálfkrafa í hlutverk og verða að íslensku alþýðufólki á 19. öld. Þeir þurfa síðan að taka afstöðu og ákveða hvort þeir vilja f lytja af landi brott. Í þeirri umræðu koma fram ýmsar upplýs- ingar um kjör fólks, stöðu og ástæður f lutninganna, þannig að í umræð- unni (upprifjuninni) styrkist þekking þeirra og skilningur. Sjá nánari útskýringar á vefnum. Fötlun Hugmyndin að þessu verkefni kemur frá Jonothan Neelands en er stað- færð og löguð að íslensku skólakerfi. 9 Verkefnið er ætlað unglingastigi og tengist fötlun. Markmið kennslunnar er að fræða nemendur um aðstæður fatlaðra. Nemendur sitja í hring en auður stóll hefur verið set tur inn í miðjan hr ing inn. Nemendur eru beðnir að ímynda sér að þet ta sé hjólastól l . Eigand i hans er Jón sem l ítur á hjólastól inn sem 8 Anna Jeppesen. 1994. Mál og túlkun. Bls. 33. 9 Neelands og Goode. 1990. Structuring Drama Work. A handbook of available forms in theatre and drama. Bls. 40–41.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=