Leiklist í kennslu

LEIKLIST Í KENNSLU 19 ,,skipstjórinn segir að við eigum að halda áfram, við munum hefja matar­ skömmtun frá og með deginum í dag.“ Nemendur þurfa síðan sjálfir að ræða málið sín á milli og koma tillögu sinni á framfæri. Sá sem er lægstur í virðingarstiganum Oft eru þetta hlutverk sem tengjast undirgefni eins og þræll, messa­ drengur, vinnumaður, þjónn eða jafnvel barn. Kennari í þessu hlutverki verður hluti af hópnum, sú ákveðna fjarlægð sem hin hlutverkin hafa er ekki fyrir hendi. Hins vegar getur kennari farið úr hlutverkinu ef á þarf að halda og talað til nemenda sem kennari. Börnin f inna oft til samúðar með þeim sem eru í þessu hlutverki og það reynist notadrjúgt þar sem kennarinn getur þannig haft bein áhrif á gang mála. Dæmi um kenn- ara í hlutverki þjóns: ,,Við verðum öll að reyna að fá upplýsingar um hvernig hnífarnir hurfu úr eldhúsinu.“ Sá sem leitar eftir aðstoð eða er fórnarlamb Kennari getur hér brugðið sér í margvísleg gervi, til dæmis verið sígauni, leiðinlegi trúðurinn, ólöglegi innf lytjandinn, nýliði eða þolandi ofbeldis. Í þessu hlutverki er kennari að biðja um aðstoð nemenda. Nemendur þurfa þá að axla ábyrgð en í leiðinni hafa þeir ákveðið vald yfir hlutverki kenn- arans þar sem staða þeirra er hærri. Þetta hlutverk er sérstaklega gagn- legt þegar unnið er með nemendum sem eiga í erfiðleikum þar sem það býður upp á þátttöku í því að aðstoða kennarann í nauðum. Ábyrgðin er sameiginleg hjá öllum innan hópsins. Raddbeiting og líkamstjáning Málrómur kennara hefur sterk áhrif þegar skapa á ákveðið andrúmsloft. Kennari sem setur sig í hlutverk getur notað blæbrigði raddarinnar til að skapa stemningu og hafa ákveðin áhrif. • Hvísl getur skapað dularfullt andrúmsloft. • Hlátur í rödd getur smitað út frá sér og valdið gleði. • Hávær rödd og æst skapar óróa. • Hátíðleg rödd undirstrikað mikilvægi þess sem sagt er. • Flóttaleg rödd skapar spennu. Á sama hátt getur líkamsbeiting skipt sköpum. Kennari getur sett sig í ákveðnar stellingar, allt eftir eðli hlutverksins og haft þannig áhrif á verkið. Sem dæmi má nefna:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=