Leiklist í kennslu

18 LEIKLIST Í KENNSLU • Að skynja hvenær hann þarf að hafa áhrif á atburðarásina. • Að gæta þess að ,,yf irtaka“ ekki leikinn þannig að börnin fái að njóta sín. • Að hafa tilf inningu fyrir því hvenær leikferlinu er lokið. Oftast finna kennarar á sér hvenær breytinga er þörf og einnig hvenær best er að ljúka vinnulotunni. Stundum gleyma þeir sér í hlutverki sínu, sérstaklega þegar vel tekst til. Hafa verður í huga að gæta jafnvægis og minnast námsmarkmiða. Kennarar veigra sér stundum við að taka að sér hlutverk í leikferli og bera við að þeir geti ekki leikið. En að taka að sér hlutverk snýst ekki um að leika. Kennari tekur að sér hlutverk með nám nemenda í huga, til- gangur hans er að setja hópinn í þær aðstæður að nám fari fram. Ekki þarf leikhæf ileika, einungis kjark og þor til að taka virkan þátt. Kenn- ari notar raddblæ, tungumál, látbragð og líkamsbeitingu til að undir- strika hlutverkið. Ef hann undirbýr hlutverkið vel og veit hvað hann vill fá fram þá geta allir þessir þættir stuðlað að markvissu leikferli. Val á hlutverki Þegar kennari velur hlutverk þarf hann að hafa í huga notagildi þess. Hlutverkið þarf að vekja áhuga og viðbrögð hjá nemendum og stuðla að því að þeir tengist viðfangsefninu. Eftirfarandi listi getur aðstoðað kenn- ara við að velja mismunandi gerðir af hlutverkum. • Sá sem valdið hefur. • Sá sem hefur milligöngu um málefni. • Sá sem er lægstur í virðingarstiganum. • Sá sem leitar eftir aðstoð eða er fórnarlamb. Sá sem valdið hefur Þetta getur verið konungur, skipstjóri, höfðingi, leiðtogi í bófaf lokki, borgarstjóri eða aðrir háttsettir embættismenn. Fyrir kennara sem er með leiklist í kennslu í fyrsta sinn er gott að nota ráðandi hlutverk. Þá er hann áfram við stjórn og leiðir leikferlið og tekur ákvarðanir. Hins vegar skerðir það ábyrgð nemenda á ferlinu ef kennarinn er stöðugt við stjórn. Í þessu dæmi er kennarinn við stjórnvölinn: ,,Ég hef ákveðið að leggja nýjan veg í gegnum Laugardalinn, það þarf að rýma þessi hús ykkar innan árs.“ Nemendur þurfa að takast á við viðfangsefnið og koma með lausnir. Sá sem hefur milligöngu um málefni Hér getur kennari komið inn sem sendiboði, sáttasemjari eða aðstoðar- maður. Þá er hann eins konar milligöngumaður sem ekki þarf að taka afstöðu með eða á móti. Hann er tengiliður milli yfirmanns og nemenda, kemur skilaboðum á framfæri en börnin þurfa hins vegar að taka afstöðu til þeirra upplýsinga sem gefnar eru. Ekki er hægt að ásaka kennarann þar sem hann er aðeins að bera skilaboð á milli. Til dæmis getur kennari sagt: ,,Ég hef verið sendur til að fá undirskrift ykkar á samninginn,“ eða

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=