Leiklist í kennslu

LEIKLIST Í KENNSLU 17 sínar skoðanir og taka eigin ákvarðanir. Ef til vill má segja að svör nem- enda komi bæði frá ,,hjartanu“ og ,,höfðinu“, því þeir þurfa að tjá til- f inningar sínar og einnig að f inna sameiginlegar lausnir á þeim vanda- málum er upp koma. Hlutverk kennarans er að örva og hvetja nemendur þannig að þeir þroskist jafnt í hugsun sem tilf inningalega. Fjölbreytt spurningatækni kemur þar að góðum notum. Kennari í hlutverki Eins og áður hefur komið fram hefur kennari tækifæri til að taka þátt í leiknum. Hann hefur möguleika á að hafa áhrif á leikferlið. Þessi kennslu­ aðferð getur verið ákaf lega árangursrík. • Hún opnar nýja möguleika til að takast á við viðfangsefni. • Hjálpar nemendum við að setja sig í spor annarra. • Skýrir sýn nemenda á viðfangsefnið. • Hvetur nemendur til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. • Styrkir nemendur í að komast að niðurstöðu. Það getur verið auðveldara fyrir nemendahópinn ef kennari fer í hlut- verk. Þannig hjálpar hann nemendum að aðlagast hlutverkum sínum. Kennari verður virkur þátttakandi og getur haft áhrif á gang ferlisins og víkkað sjónarhorn nemenda. Einnig getur hann sagt ýmislegt í hlut- verki sem ekki er hægt ef hann stendur fyrir utan. Hins vegar verður það að vera skýrt hvenær kennari er í hlutverki að vinna í ímynduðum heimi ásamt nemendum og hvenær ekki. Í upphaf i er best fyrir kennara að tilkynna nemendum að nú fari hann í hlutverk. Það er hægt að gera á eftirfarandi hátt: Kennari segir: ,,Nú fer ég afsíðis og þegar ég kem inn aftur er ég í hlutverki og þá farið þið líka í hlutverk.“ Þegar kennari (í hlutverki) kemur inn í leikinn fara nemendur einnig sjálfkrafa í hlutverk þar sem kennari ávarpar þá eins og þeir séu þátt- takendur í ákveðinni atburðarás. Nemendur, sem nú lenda í ákveðnum aðstæðum, þurfa að taka ákvarðanir, semja sín á milli og leysa þau vandamál er upp koma. Það er hins vegar í gegnum svör þeirra og við- brögð sem námið fer fram, ekki það sem kennari gerir. Kennari kemur einungis inn í hlutverki til þess að beina sjónum nemenda að námsefninu og vekja áhuga þeirra. Tilgangur kennara er að hjálpa nemendum að tengjast námsefninu, þróa það áfram og hjálpa þeim að vinna úr leik­ ferlinu. Með öðrum orðum er hlutverk kennara að fá nemendur til að taka ábyrgð á þeirri vinnu sem fer fram og því sem þeir skapa. Það gerir hann með fjölbreyttum aðferðum og tækni og skapar spennu, árekstra og vandamál sem nemendur þurfa að takast á við. Allir þessir þættir stuðla að námi og auknum þroska nemandans. Framkoma kennara Kennari þarf að hafa í huga ýmsa mikilvæga þætti þegar hann tekur að sér hlutverk.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=