Leiklist í kennslu

16 LEIKLIST Í KENNSLU viðfangsefnið við sjónvarpið þar sem gamlar sögur innihalda sama ofbeldið og samtímasögur. Kennari spyr: ,,Viljum við snúa aftur til þessara myrku og hættulegu tíma?“ Kennari vekur áhuga nemendanna, skapar spennu, og þeir eru oftast mjög viljugir að ræða málið. Kennari segir nú byrjun sögunnar um Mjallhvít fram að þeim hluta er veiðimaðurinn þarf að taka sína erf iðu ákvörðun. Kennari (í hlutverki veiðimanns) spyr: ,,Á ég að hlýða skipunum drottningar og drepa prinsessuna? Ég veit ekki hvað ég á að gera. Hvað f innst ykkur að ég eigi að gera?“ Nemendur ræða möguleika veiði- mannsins. Hvað verður um hann ef hann gerir það ekki? Hvaða mögu­ leika hefur hann? Hvernig er samviska hans? Kennari les áframhald sögunnar þar til drottningin reynir að útvega sér eitur. Kennari (í hlutverki drottningar) spyr nemendur: ,,Getið þið selt mér eitur? Hve mikið getið þið selt mér?“ Kennari fer á milli og reynir að fá keypt eitur. Oftast vekur spurningin upp sterk viðbrögð hjá nemendum. Sumir vilja selja smávegis aðrir vilja alls ekki selja neitt. Ef svörin eru á þann veg þá segist drottning vinna sitt eigið eitur úr eitruðum snákum! Framhald sögunnar er lesið og að því kemur að drottning ætlar að útbúa eitruð epli. Kennari spyr: ,,En hvernig gat drottningin komið eitrinu í eplin?“ Nemendur, tveir og tveir í pörum, ræða sín á milli. Allar hugmyndir eru jafn réttháar. Kennari safnar saman hugmyndunum sem t.d. gætu verið: að dýfa eplinu í eitur, að sprauta eitrinu í með nál, nota lasertækni, búa til eplaköku, koma eitrinu inn með töfrum. Til að gera langa sögu stutta tekst drottningunni að eitra fyrir Mjallhvíti. Þegar dvergarnir koma heim eftir langan vinnudag hitta þeir nokkra þorpsbúa sem voru heima við. Nemendur fara sjálfkrafa í hlutverk þorpsbúa. Kennari spyr: ,,Hvernig segja þorpsbúar dvergunum frá því sem gerst hefur?“ Spurningin kallar á að nemendur rifji upp söguna og segi hana á sinn hátt. Kennari heldur nú áfram með söguna og segir frá prinsinum sem hafði heyrt af Mjallhvít. Kennari spyr: ,,Hvað haldið þið að gerist næst?“ Nemendur hafa hér möguleika á að skapa og spinna söguna áfram. Kennari getur jafnvel bætt við: ,,Hvernig viljið þið að sagan endi? Nú skuluð þið loka aug- unum, leggjast fram á borðið og ímynda ykkur hvernig sagan gæti endað.“ Þegar nemendur hafa fengið þann tíma sem þeir þarfnast biður kennari þá að teikna mynd af sögulokum eins og þeir hugsa sér þau. Þannig geta þeir skapað sinn eigin endi. Einnig er hægt að bæta texta við myndirnar og þeir geta gengið á milli og séð verk hinna. Ef skoðaðar eru spurningar kennarans sjáum við að þær tengjast upp- lifun nemenda úr þeirra eigin líf i, þær örva nemendur til að koma með

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=