Leiklist í kennslu
14 LEIKLIST Í KENNSLU dæmi gæti kennari sagt: ,,Svo þú ert ekki tilbúinn í þessa vinnu. Þá er ef til vill betra fyrir þig að setjast afsíðis og þegar þú ert tilbúinn getur þú komið inn í ferlið“. Þannig hefur nemandinn möguleika á að koma aftur og vera með sem gerist oftast því forvitni hans hefur verið vakin. Spurningatækni Spurningar eru afar gagnlegar fyrir kennara þegar unnið er við leiklist í kennslu. Með spurningum hjálpar kennari nemendum að tengjast við- fangsefninu. Hann áttar sig á því hvað þeir eru að hugsa, hvernig þeir muni bregðast við aðstæðum, hvernig þeir tengja leikferlið við sitt eigið líf og hvaða hugmyndir þeir vilja reyna. Nemendur eru á eigin leik- ferðalagi en kennari getur hjálpað þeim með spurningum að vinna úr reynslu sinni. Nemendur hafa áhrif á gang mála og skapa sitt eigið verk sem hefur jákvæð áhrif á viðhorf þeirra þar sem þeir eru virkari og sýna meiri ábyrgð en þegar efnið hefur verið ákveðið og undirbúið. Listin að spyrja Kennari þarf að velja spurningar sínar af kostgæfni og þekkja mark- mið þeirra. Hann notar m.a. spurningar til að komast að raun um hvað nemendur hafa lært í leiknum og til að hjálpa þeim að rifja upp atburði leiksins. Morgan og Saxton, kanadískir sérfræðingar sem hafa sérhæft sig í spurningatækni, hafa útbúið f lokkunarkerfi spurninga fyrir leik- list í kennslu með hliðsjón af því að þær þjóna ólíkum tilgangi. 6 Helstu f lokkar spurninga samkvæmt þeirra kerfi eru þessir: Spurningar sem gefa upplýsingar. Þær leggja áherslu á aðalatriðin í náminu. Dæmi: ,,Horf ið á hestana sem þið haf ið valið í ferðina. Eruð þið viss um að þeir þoli þessa erf iðu ferð?“ Spurningin gefur þær upp- lýsingar að ef til vill verði þetta löng ferð. Hún tekur einnig á því að nemendur beri ábyrgð á að hestarnir lif i þessa ferð af og hún gefur þann möguleika að ef til vill komi eitthvað fyrir hestana. Spurningar sem auka skilning. Þær hjálpa kennara og nemendum að skilja það sem fram fer og vinna samtímis úr efninu. Dæmi: ,,Af hverju ættum við að fara eftir því sem kóngurinn sagði? Hvernig finnst ykkur að við getum leyst þetta?“ Spurningar sem kalla á upprifjun og mat. Þessar spurningar þjálfa nemendur í að rifja upp og meta ferlið og draga sínar eigin ályktanir. Þær kalla á gagnrýna hugsun eftir vinnulotuna. ,,Hvað hefur áunnist? Hvernig fannst sameiginleg lausn? Hvers vegna var þessi lausn valin? Hvað getum við lært af þessu?“ Allir spurningaf lokkarnir þrír eru jafn mikilvægir í leiklist en kalla á ólíkan hugsanagang. Því skiptir máli að kennari kynni sér þessa f lokka og noti mismunandi gerðir af spurningum. Eftir því sem viðfangsefni eru fjölbreytilegri og skoðuð frá f leiri sjónarhornum verður auðveldara fyrir börnin að tileinka sér þekkingu og skilning. 6 Morgan og Saxton. 1994. Asking Better Questions. Bls. 12–15.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=