Leiklist í kennslu

LEIKLIST Í KENNSLU 13 3. Tækni kennara Kennari getur notað ýmis hjálpargögn til þess að vekja áhuga nem- enda. Skemmtilegar kveikjur eru gagnlegar, þær kynda undir forvitni og f lýta fyrir tengingu við viðfangsefnið. Hann getur einnig spurt áleit- inna spurninga þannig að nemendur fyllist áhuga og vilji ,,kafa“ í efnið. Kennari getur viðað að sér ýmsum táknrænum hlutum sem tengjast við- fangsefninu og þannig örvað hugmyndaf lug og ímyndunaraf l nemenda og hann hefur möguleika á að velja margar ólíkar aðferðir í leikferlinu sem gerir það fjölbreytt. Síðast en ekki síst getur hann tekið að sér hlut- verk í ferlinu. Hann getur jafnvel stundum ,,stokkið“ í og úr hlutverki, allt eftir atburðarásinni hverju sinni. Nokkur atriði er mikilvægt að hafa í huga að þegar leikferli er sett af stað: • Samningur milli nemenda og kennara. • Spurningatækni. • Kennari tekur að sér hlutverk. • Táknrænir hlutir sem geta hjálpað/skapað kveikjur. Samningur milli nemenda og kennara Eðli leiklistar kallar á hópvinnu, líf legar umræður, sköpun nemenda og leit að lausnum. Nemendur semja saman og vinna oftast á tilfinninga- legum nótum. Þess vegna er mikilvægt fyrir kennara og nemendur að komast að samkomulagi um vinnuferli sem felur í sér traust á báða bóga. Nemendur þurfa ekki aðeins að semja við félaga sína, heldur stundum við kennarann sem blandar sér í ferlið líka. Því er sérlega mikilvægt að gagn- kvæmur skilningur og traust sé fyrir hendi til þess að vernda framvindu námsins. Samningur um skyldur og ábyrgð bæði kennara og nemenda er góð lausn, þá vita allir aðilar hvers er vænst af þeim. Í upphafi tímans útskýrir kennari fyrir nemendum hvert markmiðið er með verkefninu. Síðan koma þeir sér saman um vinnureglur. Hér er dæmi um einfaldan samning sem auðvelt er fyrir alla að fara eftir: • Að taka verkefnið alvarlega. • Allir vinna saman og taka virkan þátt. • Að sýna tillitsemi og prúðmennsku. • Allir hafa rétt á að koma með tillögur sem hlustað er á. • Að vera jákvæð. • Að virða jafnt nemendur sem kennara. Ef upp koma erf iðleikar, sem alltaf getur gerst, er auðvelt að vísa til samningsins og þess að al l ir haf i samþykkt hann í upphaf i og beri því að fylg ja honum. Framkoma nemenda Alltaf eru til nemendur sem vilja ekki vera með eða reyna að eyðileggja leikferlið. Mikilvægt er að gefa þeim möguleika á að taka þátt. Sem

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=