Leiklist í kennslu

12 LEIKLIST Í KENNSLU hugfast að gefa nemendum tíma til að lifa sig inn í hlutverkin og átta sig á hvað þau fela í sér. Staður – hvar? Nemendur nota það sem er tiltækt til að gera táknræna mynd af stað eða umhverf i. Hjá þeim yngri eru oft ýmsir hlutir í stof- unni sem geta sett svip á heildarmyndina, eins getur kennari haft ýmis- legt tiltækt. Þegar nemendur hafa lokið við að breyta umhverf inu fær kennari alla til að samþykkja að þetta sé umræddur staður. Mikilvægt er að sjá til þess að þeir sem virtust utanveltu í framkvæmdinni fáist til að samþykkja staðinn. Í raun má líkja þessu við sviðsetningu í leikhúsi. Tími – hvenær? Ferlið getur átt sér stað á hvaða tíma sem er, í fortíð, nútíð eða framtíð. Kennari þarf að ræða við nemendur um hvað það er sem einkennir þennan tíma áður en lagt er af stað, svo nemendur taki ekki upp á því að nota hluti sem ekki voru til á þessum tíma. Þetta á fyrst og fremst við þegar verið er að vinna með samfélagsgreinar og fylgja verður sögulegum staðreyndum. Þráður – hvað gerist? Í leiklist er alltaf umfjöllunarefni. Það getur verið ákveðið fyrir fram eða orðið til jafnóðum. Nemendur spinna út frá eigin hugmynd, hugmynd kennara, námsefni sem verið er að fjalla um eða frásögn sem lögð er til grundvallar. Í kveikjunni er sjónum beint að til- teknu atviki og síðan unnið út frá því. Brennidepill, tákn, spenna, andstæður Kennari getur notað margs konar tækni til að hjálpa nemendum að tengjast viðfangsefninu. Hann velur leiðir sem vekja áhuga þeirra og hvetur þá til að kafa dýpra í efnið. • Brennidepill. Hver er þungamiðjan í ferli? Í kveikjunni beinir kenn- arinn sjónum nemenda að ákveðnum þáttum sem þeir eiga að skoða. • Tákn. Hvað er hægt að nota sem tákn til að vekja áhuga nemenda eða til að færa ferli nær þeim? Kennari getur valið hlut eða hluti sem standa sem ákveðin tákn í leikferlinu, sbr. brúða sem táknar barn. • Spenna. Nauðsynlegt er að skapa spennu í leikferli þannig að athygli nemenda haldist allan tímann. • Andstæður. Gagnlegt er að hafa andstæður í ferlinu, það hefur góð áhrif á innlifun nemenda. Sjá nánar í kaf la um kennsluaðferðir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=