Leiklist í kennslu
LEIKLIST Í KENNSLU 11 2. Forsendur og grunnþættir Börn hafa einstakt lag á að breyta umhverfinu á táknrænan hátt með stólum, borðum og öðru tiltæku. Hattur, kjóll, slæða og mussa verða að skipstjórahúfu, prinsessukjól, slá eða geimfarabúningi. Börnin taka síðan að sér hlutverk í leiknum og útfæra þau og fylgja þeim eftir, allt eftir aldri og þroska. Það sem einkennir leik barnanna er að þau taka í ein- lægni að sér hlutverk í tilbúnum heimi og kanna af áhuga mannleg sam- skipti, f inna lausnir á vandamálum og læra af reynslunni. Þessi hæfni er sterkust hjá leikskólabörnum en fer dvínandi frá f imm ára aldri. Leiklist í kennslu er ætlað að viðhalda þessari hæfni, byggt er á sömu tækni en hún er margbrotnari og gerir markvissari kröfur til einstaklinga. Forsendur Forsendur leiklistar í kennslu eru innihald, ímyndunarleikur og öruggt umhverf i. Tvær þær fyrrnefndu eru nauðsynlegar til að virkja nemendur, sú þriðja til að ferlið heppnist. • Innihald. Efni eða innihald er alltaf tengt mannlegum samskiptum. Sem dæmi má nefna hversdagsleg atriði úr daglegu líf i, þ.e. mann- leg reynsla, raunveruleg eða tilbúin. Einnig námsefni, sögur eða frá- sagnir. • Ímyndunarleikur. Námsefninu, frásögninni eða atvikinu sem á að skoða er breytt í ímyndaða sögu er tekur mið af reynslu og aðstæðum sem geta verið sannar. • Öruggt umhverf i. Til að nemendur geti lifað sig inn í leikrænt ferli verður kennari að skapa notalegt andrúmsloft í stofunni, sjá til þess að friður sé fyrir utanaðkomandi áhrifum og gefa nemendum tíma til að lifa sig inn í viðfangsefnið. Mikilvægt er að nemendur viti fyrir fram að bæði bekkjarfélagar og kennari bera fulla virðingu fyrir því sem þeir segja og gera. Einnig þurfa þeir að skilja og vita til hvers er ætlast af þeim. Sjá kaf la um samning á milli nemenda og kennara. Grunnþættir Nokkur atriði eru alltaf til staðar í leiklist. Þessi atriði eru stundum kunn fyrir fram, svo sem texti sem leikari fær í hendur. Í leiklist í kennslu eru þessi atriði einnig til staðar en ekki er endilega búið að ákveða þau, oftast mótast þau í ferlinu. • Hlutverk – hver? • Staður – hvar? • Tími – hvenær? • Þráður – hvað gerist? Hlutverk – hver? Nemendur eru settir í spor annarra um stundarsakir og eiga að tileinka sér þau viðhorf sem hlutverkið krefst. Þannig fá þeir tækifæri til að takast á við ólík hlutverk, við ólíkar aðstæður á mismun- andi tímum. Þegar hlutverkaleikur er notaður markvisst hefur kennar- inn hönd í bagga með hvaða hlutverk nemandinn tekur að sér. Hafa skal
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=