Leiklist í kennslu

10 LEIKLIST Í KENNSLU notkun tungumálsins og færni nemenda í hugtakanotkun eykst vegna mismunandi aðstæðna sem þeir lenda í. Í aðalnámskrá grunnskóla frá 1999, listgreinahluta, koma fram hug- myndir um margs konar tengsl leiklistar við aðrar námsgreinar. Þegar aðferðir leiklistar eru notaðar í kennslu er eins og í öðru skapandi skóla­ starf i byggt á ákveðnu viðfangsefni en ímyndunaraf l og sköpunarhæfni nemenda fá að njóta sín. Kennari notar leikrænar leiðir til að ná settum markmiðum og koma til móts við sem f lest greindarsvið. Leiklist í kennslu má f lokka í tvær meginleiðir eftir því hvernig nemandinn nálg- ast viðfangsefnið. Annars vegar lifa nemendur sig beint inn í aðstæður og kanna málefni innan frá með því að setja sig í spor annarra. Hins vegar taka þeir að sér að vera sérfræðingar á afmörkuðu sviði. Sjá kaf la um sérfræðinga .

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=