Leiklist í kennslu
LEIKLIST Í KENNSLU 9 Í leikferli verður til saga, sögð af nemendum. Í sögunni lifa þeir sig inn í ákveðið ferli og byggja upp samskipti milli persóna. Þeir taka á sig ábyrgð og leita lausna á vandamálum út frá þekkingaröf lun og eigin reynsluheimi. Þegar leikferli byggir á frásögn eða ævintýri geta átök og vandamál í frásögninni hjálpað börnum að öðlast skilning á f lóknum til- finningalegum viðbrögðum og auðveldað þeim að greina og skilja eigin tilfinningar. Leiklist býður upp á öruggt umhverfi til að takast á við til- finningar og finna lausnir á vandamálum og stuðlar að jafnvægi á milli viðbragða sem tengjast innsæi og tilfinningum nemandans annars vegar og þekkingu hans og vitsmunalegri hugsun hins vegar. Nota má frá- sagnir, myndabækur og ljóð til að byggja upp ferli í leiklist en í raun er verið að fjalla um tilfinningar og mannleg samskipti. Textinn eða frá sögnin er rammi til að virkja nemendur á áhrifaríkan hátt í því sem kennslustundin fjallar um. Sálkönnuðurinn Bruno Bettelheim heldur því fram að ævintýri séu mik- ilvæg fyrir persónuleikaþróun barna og unglinga, ævintýrið sé heim- urinn í hnotskurn. Brottför og prófraunir söguhetjunnar eru tákn- rænar fyrir þroska barnsins sem fyrr eða síðar verður að læra að standa á eigin fótum. Töfragripir og yfirnáttúrulegir aðstoðarmenn í ævint- ýrum eru persónugervingar óska og vona barnsins og illvættir eru lík- amningar óttans sem öll börn þekkja í einhverri mynd. Barnið sam- samar sig söguhetjunni, ekki síst þar sem hún er oft heldur lítill bógur með sömu vandamál og það sjálft. Hinn góði endir ævintýris stuðlar að bjartsýni barnsins. Grimmar refsingar, sem margir telja galla á ævintýr- unum, segir Bettelheim að veiti barninu útrás fyrir bældar og bannaðar hvatir, svo sem hatur og hefnigirni vegna þess óréttlætis sem því finnst það oftlega vera beitt. Ef þetta er rétt geta sögur eða frásagnir hjálpað ungum einstaklingum að öðlast skilning á f lóknum tilfinningalegum viðbrögðum. Kennarar geta hjálpað börnum að greina tilfinningar og skilja þær. Börn og unglingar nota eigin skynsemi og greind til að vinna úr tilfinningalegri reynslu með því að fara í gegnum reynsluna í hug anum. 5 Samkvæmt þessum hugmyndum geta einstaklingar hugsað og fundið til við ímyndaðar aðstæður sem frásögnin býður upp á. Reynslan fer síðan inn í safn heilans þar sem hún er f lokkuð til að nota síðar. Gildi leiklistar fyrir sögur og ævintýri er því mikið, í raun er verið að fjalla um tilfinningar og mannleg samskipti í gegnum frásögnina. Leiklist er sameiginleg reynsla þátttakenda. Kennari leiðir ferlið og stendur utan við það en getur orðið þátttakandi á sama grunni og nem- endur. Það er kallað kennari í hlutverki . Tilgangurinn er þá að hvetja nem- endur, fá þá til að rökstyðja, koma skoðunum á framfæri og leiða ferlið áfram. Í raun að dýpka innlifun nemenda. Sjá kaf la um tækni kennara. Margir kennslufræðingar hafa áhyggjur af að barnið sé óvirkur hlust- andi, það fái ekki tækifæri til að segja frá eigin upplifun eða þjálfun í að segja sögur. Í leiklist vinna nemendur markvisst með tungumálið, þeir þurfa að tjá sig munnlega og segja frá eigin reynslu og annarra, þannig að nýtt samhengi og ný sjónarhorn skapast. Almennur skilningur á 5 Bettelheim. 1976. The Uses of Enchantment. Bls. 45–60.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=