Leikgleði - 50 leikir

Námsleikir Leik gleði 2. Fótspor dýranna Stutt lýsing: Börnin búa til listaverk úr efniviði sem þau safna sjálf. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Læra að gönguferð er líka hreyfing • Læra að nýta efnivið náttúrunnar til leiks • Læra heiti á efnivið í náttúrunni • Samvinna • Sköpunargleði Hvar: Á opnu svæði þar sem stutt er í náttúrulegan efnivið. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður, má vel skipta í lið og nota með einstaklingum. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: Mynd af fótspori dýrs, sjá hér . Börnin finna sjálf efnivið í verkin. Hvernig: Hver hópur dregur mynd af fótspori dýrs og sýnir hinum hópunum ekki myndina. Því næst útbúa börnin fótspor dýrsins með því að nota hvaða efnivið sem er í náttúrunni. Þegar hóparnir hafa útbúið sitt fótspor, útskýrir hver hópur sína mynd (hvaða dýr á fótsporið) með látbragði og hreyfingum. Útfærsla: Stjórnandi getur valið þemu leiksins eftir aldri og getu barnanna. • Hóparnir noti eigin líkama til að útbúa fótspor. • Hver hópur hefur ákveðinn tíma til að fara á valinn stað til að safna efnivið í poka. Kemur síðan til baka og útbýr fótspor.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=